Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir

Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist hafa tilfinningu fyrir því að stuðningur við hann vítt og breitt um landið sé umtalsvert meiri en skoðanakannanir gefa til kynna.

Hann hefur aldrei mælst með 10% fylgi í könnunum frá því að hann tilkynnti um framboð sitt í upphafi árs.

„Ég er bara að undirstrika það að þessar kannanir eru ekki vísindalegar, ekki einhver heilagur sannleikur.“ Þetta segir Arnar Þór í viðtali í Spursmálum sem vakið hefur mikla athygli. Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þar segir hann meðal annars:

„Við vitum það líka, Stefán Einar að kannanir eru notaðar um heim allan til að hafa áhrif á skoðanamyndun fólks.“

Bendir hann á að stærstu fjölmiðlar heims séu í eigu auðugra manna. Þá segir hann að sér hafi verið boðið að kaupa kannanir og að hann hafi fengið ábendingar um að spurningar sem lagðar hafi verið fyrir fólk í könnunum séu mjög leiðandi.

Viðtalið við Arnar Þór má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert