Deilur í röðum Pírata

„Þetta á ekki að snúast um mig“

26.7. Birgitta Jónsdóttir segir undirskriftarlista þar sem sú at­b­urðarrás sem átti sér stað á fé­lags­fundi Pírata 15. júlí er for­dæmd, vera ánægjuefni. Hún segir jákvætt að verið sé að gagnrýna þau vinnubrögð sem áttu sér stað, en segir mikilvægt að málið snúist ekki um sig. Meira »

Fordæma framgöngu þingmanna Pírata

26.7. Hátt í 50 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem sú atburðarrás sem átti sér stað á félagsfundi Pírata 15. júlí er fordæmd. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

22.7. „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Valdið hverfur ekki með formannsleysi

22.7. „Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns. Það geti hins vegar breyst. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

20.7. „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

19.7. „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

18.7. Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

„Þetta var bara einum of mikið“

17.7. „Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

17.7. „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

16.7. „Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

16.7. Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Sama stuð og áður hjá Pírötum

3.7. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður fyrir Pírata og fyrrverandi Pírati, er aftur orðin Pírati. Það þarf „að láta hlutina tengjast betur og grasrótina fá meira vægi,“ segir hún. Meira »

Deilt um völd og pólitíska fortíð

19.9.2016 Miklar deilur hafa geisað í röðum Pírata að undanförnu í tengslum við prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi sem keimlíkar eru fyrri deilum innan hans. Deilur Pírata hafa meðal annars snúist um völd innan flokksins og pólitískan bakgrunn einstakra félagsmanna. Meira »

Sáttir við eigin smölun en ekki annarra

17.9.2016 „Þeir sem kvörtuðu yfir smölun voru alsælir með að þeirra eigin smölun bar tilætlaðan árangur og að þeirra maður varð sigurvegari,“ skrifar Lilja Magnúsdóttir, fyrr­ver­andi fulltrúi í kjör­dæm­is­ráði Pírata í Norðvest­ur­kjör­dæmi, í grein á Pressunni í dag. Meira »

Gagnrýnir tvöfalt siðgæði Pírata

17.9.2016 Ágúst Smári Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann gagnrýnir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir smölun vera liðna svo lengi sem sá smali sé þóknanlegur félagsmönnum að sunnan. Meira »

Ágúst segir skilið við stjórnmál

10.9.2016 Ágúst Beaumont, sem sakaði Birgittu Jónsdóttur um að hafa óeðlileg afskipti af uppröðun lista í Norðvesturkjördæmi, hefur tekið þá ákvörðun segja skilið við stjórnmál. Meira »

Baðst afsökunar og lýsir yfir fullum stuðningi

10.9.2016 „Enginn fótur er fyrir ásökunum um að Birgitta Jónsdóttir hafi haft óeðlileg afskipti af uppröðun lista í NV kjördæmi heldur reyndust þær fullyrðingar byggðar á skorti á samskiptum. Ágúst Beaumont, sem lagði þessar ásakanir fram, hefur beðist afsökunar og lýst yfir fullum stuðningi við listann og flokkinn.“ Meira »

„Hvað ertu að meina með þessu?“

10.9.2016 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að svo virðist sem misskilningur hafi valdið því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafi verið sökuð um að hafa reynt að beita sér fyrir því að Gunnari Ingibergi Jónssyni yrði komið ofar á lista í Norðvesturkjördæmi. Meira »

Píratar gagnrýna Birgittu

10.9.2016 Lilja Magnúsdóttir, sem sat í kjördæmisráði í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi, segir í bréfi sem hún sendi á fjölmiðla að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi hvatt frambjóðendur sem enduðu í efstu sætum prófkjörsins til að stíga til hliðar til þess að Gunnar Ingiberg Guðmundsson kæmist ofar á lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Birgitta hafnar ásökunum

9.9.2016 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, er í bréfi sem Lilja Magnúsdóttir, fyrrum meðlimur kjördæmisráðs Pírata í Norðvesturkjördæmi sendi í dag, sökuð um að hafa reynt að beita sér til að koma Gunnari Ingiberg Jónssyni fyrrum gjaldkera flokksins ofar á lista í Norðvesturkjördæmi. Meira »

„Engin vandræði með prófkjörið“

4.9.2016 „Þetta eru engin vandræði með NV-prófkjörið. Við erum bara enn þá í prófkjörsferli við að klára röðun frambjóðenda á listann sem getur utan frá séð litið út sem vandræðagangur,“ segir Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, þegar hann er spurður um vandræðin hjá flokknum í Norðvesturkjördæminu. Meira »

Píratar kjósa aftur í NV

3.9.2016 Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi verður frá og með miðnætti annað kvöld fram á hádegi á miðvikudaginn. Tíu gefa kost á sér og eru Þórður Guðsteinn Pétursson sem kosinn var efstur á lista í fyrra prófkjöri og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hvorugt í þeim hópi. Meira »

Íhugar stöðu sína innan flokksins

2.9.2016 „Nú þarf maður bara að skoða hvað maður vill gera með þessa niðurstöðu,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, sem hafnaði í efsta sæti í síðasta prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi, en framboðslistinn var felldur í dag. Meira »

Felldu framboðslista í NV-kjördæmi

2.9.2016 Píratar hafa fellt framboðslista sem var niðurstaða prófkjörs sem fram fór í Norðvesturkjördæmi í ágúst, með rafrænni kosningu. 272 greiddu atkvæði, þar af 153 eða 56,25% gegn staðfestingu listans. Meira »

Smalaði en braut ekki reglur

25.8.2016 Þórður Guðsteinn Pétursson, sem hafnaði í efsta sæti í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi smalaði fólki og fékk það til að kjósa sig en braut ekki gegn prófkjörsreglum kjördæmaráðs Pírata á Norðvesturlandi. Reglan, sem bannar kosningasmölun, tók ekki gildi fyrr en eftir að smölunin átti sér stað. Meira »

Stjórn Pírata á Vesturlandi styður listann

17.8.2016 „Þessi niðurstaða kom flestöllum á óvart. Síðan bárust vísbendingar um að maður í prófkjörinu hafi verið að smala yfir 30 manns í kosningakerfið okkar. Hann segir það sjálfur. Það er bannað samkvæmt reglum flokksins. Ég get með engu móti stutt listann vegna þess,“ segir Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir Kapteinn Pírata á Vestfjörðum um niðurstöðu prófkjörs flokksins. RÚV greindi fyrst frá þessu í gær. Meira »

Helgi Hrafn ekki fram

1.7.2016 Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í Alþingiskosningum í haust, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. Þess í stað ætlar hann að leggja krafta sína í grasrótarstarf flokksins á þessu kjörtímabili en bjóða sig fram aftur árið 2020. Meira »

„Við erum ekki tabú“

1.3.2016 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist skilja vel að fólk geri grín að ágreiningi innan flokksins og hneykslist á honum. Honum blöskrar hins vegar að það að píratar hafi kallað til vinnustaðasálfræðing skuli tekið sem merki um hversu mikið sé að. „Við erum ekki tabú,“ sagði Helgi Hrafn. Meira »

Píratar leita til vinnustaðasálfræðings

29.2.2016 Þingflokkur Pírata hefur nú hafið við að laga samskiptaerfiðleika innan flokksins með aðstoð vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum nú í kvöld. Meira »

Helgi Hrafn biðst afsökunar

28.2.2016 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, biður Pírata afsökunar á því að því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. Þá biður hann Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið nýverið. Meira »