Efnavopnaárás í Sýrlandi

Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum

15.10. Stríðinu í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í meira en sjö ár, virðist vera að ljúka með sigri forseta landsins, Bashar al-Assad. Stríð sem hefur kostað yfir 350 þúsund landsmenn lífið. Á síðustu fimm árum hafa verið framdar yfir 100 efnavopnaárásir í Sýrlandi og er talið að þær hafi skipti sköpum. Meira »

„Urðum öll læknar þennan dag“

22.8. Ef forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, beitir efnavopnum á íbúa Idlib-héraðs verður því svarað segir ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í öryggismálum. Í dag eru fimm ár frá því efnavopnum var beitt á íbúa Ghouta með þeim afleiðingum að rúmlega 1.300 létust. Meira »

Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

15.4.2018 Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016. Meira »

Öryggisráðið felldi tillögu Rússa

14.4.2018 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna felldi nú síðdegis ályktunartillögu Rússa um að ráðið fordæmdi flugskeytaárásirnar, sem gerðar voru á efnaverksmiðjur og rannsóknarstofur í Sýrlandi í morgun. Meira »

Getur þýtt stríð

13.4.2018 Rússar hafa varað við því að ef Bandaríkin geri loftárás á Sýrland sem svar við meintri efnavopnaárás geti það komið af stað stríði milli ríkjanna tveggja. Meira »

Segir sönnunargögn liggja fyrir

12.4.2018 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að sönnunargögn liggi fyrir sem sýni að efnavopnum hafi verið beitt í Sýrlandi og að sýrlensk yfirvöld, undir stjórn Bashar al-Assad, hafi beitt þeim. Trump er aftur á móti loðnari í svörum í dag en í gær varðandi yfirvofandi árás á Sýrland. Meira »

Vara Bandaríkjamenn við

11.4.2018 Rússar hvetja Bandaríkin til þess að forðast hernaðaríhlutun í Sýrlandi vegna efnavopnaárásar sem þar var gerð um helgina. Sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum varar við afleiðingum slíkrar íhlutunar. Meira »

Deilt um fordæmingu en ekkert gert

6.2.2018 Hart var tekist á um hvort fordæma ætti efnavopnaárásir stjórnvalda í Sýrlandi á íbúa landsins undanfarið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaðan var sú að engin yfirlýsing var gefin út. Tæplega 30 almennir borgarar voru drepnir á litlu svæði skammt frá höfuðborg Sýrlands í gær. Meira »

Stjórnvöld bera ábyrgð á efnavopnaárásinni

26.10.2017 Ríkisstjórn Sýrlands ber ábyrgð á efna­vopna­árás í Khan Sheik­hun í Sýr­landi 4. apríl., samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Meira en 80 létust í árásinni, þar af 31 barn. Meira »

Hæfðu efnavopnaframleiðslu

7.9.2017 Ísraelskar herþotur hæfðu herstöð sýrlenska hersins í vesturhluta Sýrlands í nótt. Fréttir hafa borist um að meðal annars hafi ísraelski herinn skotið niður efnavopnaframleiðslu sýrlenskra stjórnvalda. Meira »

Stjórnvöld drápu 83 í árásinni

6.9.2017 Stjórnvöld í Sýrlandi bera ábyrgð á efnavopnaárásinni sem gerð var á sýrlenska þorpið Khan Sheikhun í apríl. Tugir þorpsbúa létust í árásinni, þar af fjölmörg börn. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu á árásinni. Meira »

Beittu saríni á almenna borgara

30.6.2017 Sarín-taugagasi var beitt í árásinni á sýrlenska þorpið Khan Sheikhun 4. apríl. Þetta er niðurstaða rannsóknar alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar. Meira »

Rússar fordæma hótanir Bandaríkjamanna

27.6.2017 Rússar fordæma hótanir Bandaríkjanna gagnvart stjórnvöldum í Sýrlandi eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins,SeanSpicer, sagði að ef forseti Sýrlands,Bashar al-Assad, myndi fyrirskipa aðra efnavopnaárás þyrfti hann að gjalda þess dýru verði. Meira »

Önnur efnavopnaárás í undirbúningi

27.6.2017 Bandarísk yfirvöld telja að verið sé að undirbúa aðra efnavopnaárás í Sýrlandi og hafa varað þarlend yfirvöld við afleiðingunum ef slík árás verður gerð. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu virðist undirbúningurinn vera svipaður og þegar efnavopnaárás var gerð á þorp í landinu í apríl. Meira »

Saka Frakka um að leyna sannleikanum

27.4.2017 Stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta sakaði í dag stjórnvöld í Frakklandi um að leyna því hverjir stæðu raunverulega á bak við efnavopnaárásina á bæinn Khan Sheikhun. 88 manns, þar af 31 barn, fórust í árásinni sem frönsk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir að Sýrlandsstjórn beri ábyrgð á. Meira »

Sýrlensk stjórnvöld framleiddu eitrið

26.4.2017 Frönsk stjórnvöld segjast hafa sannanir fyrir því að sýrlenski stjórnarherinn hafi „án alls vafa“ varpað sprengjum með taugagasinu sarín á þorp sem uppreisnarmenn höfðu á valdi sínu í landinu í síðasta mánuði. Meira »

Sarin eða sams konar efni var notað

19.4.2017 Yfirmaður alþjóðlegrar stofnunar sem vaktar notkun efnavopna í heiminum segir að „óvéfengjanlegar“ niðurstöður rannsóknar á efnavopnaárás í Sýrlandi sýni að sarin-gas eða sams konar efni hafi verið notað. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4.2017 Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Assad á „hundruð tonna“ af efnavopnum

14.4.2017 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, býr yfir hundruðum tonna af efnavopnum eftir að hafa blekkt sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem voru sendir til landsins til að gera þau óvirk. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður efnavopnarannsókna í Sýrlandi. Meira »

100% lygar, 100% grimmd

14.4.2017 Ummæli Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um efnavopnárásina í Khan Sheikhoun í síðustu viku eru „100 prósent lygar“, segir Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands. Assad hélt því fram í vikunni að árásin væri tilbúningur til að réttlæta árás Bandaríkjanna á skotmörk í Sýrlandi. Meira »

Ásakanir um notkun efnavopna trúverðugar

13.4.2017 Alþjóðleg stofnun sem vaktar notkun efnavopna segir að upplýsingar um að efnavopnaárás hafi verið gerð í sýrlenska þorpinu Khan Sheikhun séu trúverðugar. Meira »

Assad: Efnavopnaárásin tilbúningur

13.4.2017 Bashar-al Assad Sýrlandsforseti segja að fréttir af efnavopnaárás hers síns séu „100% tilbúningur.“ Þetta segir hann í einkaviðtali við AFP-fréttastofuna. „Það var engin skipun gefin um nokkra árás.“ Meira »

Rússar beittu neitunarvaldinu

12.4.2017 Rússar, helstu hernaðarbandamenn Sýrlands, notuðu í kvöld neitunarvald sitt í öryggisráði SÞ þegar kosið var um ályktun um að ríkisstjórn Sýrlands myndi aðstoða við rannsókn á meintri efnavopnaárás þann 4. apríl síðastliðinn. Meira »

Spicer biðst afsökunar á ummælunum

11.4.2017 Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur beðist afsökunar á óvarfærnum ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag, þar sem hann sagði Adolf Hitler, fyrrverandi leiðtoga Þýskalands á tímum nasista, ekki hafa beitt efnavopnum gegn borgurum landsins. Meira »

Öryggisráðið gæti kosið á morgun

11.4.2017 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti kosið á morgun um drög að ályktun sem miða myndi að því að styrkja rannsókn á meintri efnavopnaárás í Sýrlandi, samkvæmt heimildum fréttastofu AFP. Meira »

Spicer vafðist tunga um tönn

11.4.2017 Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins, vafðist tunga um tönn á blaðamannafundi í dag þegar hann virtist, að minnsta kosti um sinn, gleyma því að helförin hefði átt sér stað. Sagði hann að Adolf Hitler, fyrrverandi leiðtogi Þýskalands, hefði ekki notað efnavopn gegn borgurum landsins. Meira »

Enginn vafi um efnavopnaárásina

11.4.2017 Bandaríkin eru í engum vafa um að ríkisstjórn Sýrlands hafi staðið að efnavopnaárásinni sem gerð var í bæ uppreisnarmanna í síðustu viku, með þeim afleiðingum að tugir létu lífið. Þetta segir varnarmálaráðherrann James Mattis. Meira »

Rannsaka mögulega aðkomu Rússa

11.4.2017 Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort Rússland hafi komið að meintri efnavopnaárás sýrlenska hersins á almenna borgara. Þetta segir háttsettur embættismaður í Bandaríkjastjórn, sem vill ekki láta nafns síns getið. Meira »

Staðfesta að sarín-gasi var beitt

11.4.2017 Yfirvöld í Tyrklandi segja að samkvæmt niðurstöðum rannsókna hafi eiturgasið sem beitt var í efnavopnaárás í Sýrlandi í síðustu viku, verið sarín-taugas. 87 létust í árásinni, þar af 31 barn. Meira »

Varar við frekari efnavopnaárásum

11.4.2017 Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði í dag við frekari „ögrunum“ í Sýrlandi til að koma höggi á Bashar al-Assad forseta. Sagðist hann vita til þess að sambærilegar „ögranir“ séu í undirbúningi víðar í Sýrlandi, m.a. í höfuðborginni Damaskus. Meira »