Formúla-1/Haas F1

Bandaríska liðið Haas F1 mætti til leiks í formúlu-1 2016.

Haas fyrst til að frumsýna

7.2. Haas-liðið frumsýndi í dag keppnisbíl komandi keppnistíðar og varð með því fyrst liða til að ljúka þeim þætti í aðdraganda nýs keppnisárs. Meira »

Óbreytt hjá Haas

28.9. Engar breytingar verða á ökuþóraskipan Haas-liðsins á næsta ári. Tilkynnt var í dag, að Romain Grosjean og Kevin Magnussen myndu keppa áfram fyrir liðið 2019. Meira »

Haas-bíll Grosjean ólöglegur

3.9. Romain Grosjean hjá Haas hefur verið dæmdur úr leik í ítalska kappakstrinum þar sem keppnisbíll hans stóðst ekki skoðun að keppni í Monza lokinni. Meira »

Tímamót hjá Haas

4.7. Fimmtugasti kappakstur Haas í formúlu-1 var liðinu til mikillar gleði og hvatningar til að standa sig enn betur í framtíðinni. Liðið hafði lofað góðu framan af vertíð en loksins small allt saman í Spielberg í Austurríki. Meira »

Ekki klessa um helgina

8.6. Ökumenn Haas-liðsins hafa varaðir við glannalegum akstri í Montreal í Kanada um helgina því skemmdir á bílunum eins og t.d. við árekstur getur þýtt að þeir komist ekki lengra. Meira »

Grosjean sætir afturfærslu

15.5. Romain Grosjean hjá Haas hefur verið refsað fyrir að vera valdur að árekstri á fyrsta hring Spánarkappakstursins.   Meira »

Stokka upp þjónustusveitina

6.4. Haas-liðið hefur dregið lærdóm af misheppnuðum dekkjaskiptum í kappakstrnium í Melbourne og stokkað upp þjónustusveit sína fyrir keppnina í Barein um helgina. Meira »

Martröð í Melbourne

25.3. Felgubyssur Haas-liðsins virkuðu ekki allar sem skildi í kappakstrinum í Melbourne í morgun. Hefur liðið verið sektað um 10.000 dollara fyrir að hleypa bílunum af stað þótt felguró vinstra megin að aftan festist ekki tryggilega við dekkjaskipti. Meira »

Haas einbeitir sér að 2018

6.11.2017 Liðsstóri Haas, Guenther Steiner, segir að liðið hafi hætt áframframþróun 2017-bílsins nokkuð snemma og hafi síðustu vikur einbeitt sér að keppnisbíl næsta árs. Meira »

Magnussen þarf í skoðun

28.10.2017 Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Haas þarf að gangast undir læknisskoðun fyrir þriðju æfingu Mexíkókappakstursins í da vegna lasleika í gær. Meira »

Magnussen saupsáttur

5.6.2017 Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Haas segir sér líða sem hann sé að fara í gegnum sína verstu keppnistíð til þessa á ferli sínum í formúlu-1. Meira »

Gjörbreyttur bíll hjá Haas

26.2.2017 Haas birti myndir af 2017-bíl sínum í dag, svonefndan VF-17, en honum var meðal annars ekið í kynningarskyni í Barcelonabrautinni. Meira »

Haas ræður Magnussen

11.11.2016 Haasliðið bandaríska tilkynnti formlega rétt í þessu að það hefði ráðið Danann Kevin Magnussen sem ökumann á næsta ári.  Meira »

Gutierrez staðfestir brottför

11.11.2016 Esteban Gutierrez staðfesti í dag, að hann myndi ekki keppa fyrir Haas liðið á næsta ári. Sögur segja að Kevin Magnussen komi í hans stað en hann verður ekki lengur hjá Renault en út yfirstandandi vertíð. Meira »

Haas sektað fyrir laust hjól

2.10.2016 Haasliðið hefur verið sektað um 5.000 evrur - um 645 þúsund krónur - fyrir að vinstra framhjólið losnaði frá bíl Esteban Gutierrez á 40. hring af 56 í Sepang í dag. Meira »

Hamilton sýndi fingurinn

29.7.2016 Esteban Gutierrez hjá Haas kvartar sárt undan Lewis Hamilton í kappakstrinum í Búdapest og telur að refsa hefði átt honum fyrir „ruddalega framkomu“. Meira »

Grosjean maður dagsins

22.3.2016 Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas er handhafi fyrsta verðlaunagripsins sem veittur er „manni dagsins“ í formúlu-1. Ók hann úr 19. sæti á rásmarki til sjötta sætis á endamarki í fyrsta kappakstri Haasliðsins í formúlu-1. Meira »

Líður sem hann hafi sigrað

20.3.2016 Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá bandaríska liðinu Haas hrósaði liðsmönnum fyrir að honum skyldi takast að ná sjötta sæti í fyrsta móti nýja liðsins í Melbourne. Meira »

Nýliðarnir sýna sig

21.2.2016 Nýja formúlu-1 liðið, Haas F1 Team, svipti keppnisbíl sinn hulunni í Barcelona í dag, en þar tekur liðið þátt í bílprófunum sem hefjast á morgun, mánudag. Meira »

Haas ræður Esteban Gutierrez

31.10.2015 Haas F1 Team, nýja bandaríska liðið sem hefur keppni í formúlu-1 á næsta ári, hefur staðfest það sem lengi hefur þótt liggja í loftinu; að Esteban Gutierrez keppi fyrir liðið við hlið Romain Grosjean. Meira »

Bíll Haas fullskapaður

6.10.2015 Keppnisbíll Haaas-liðsins bandaríska fyrir næsta ár er „fullskapaður“ að sögn liðseigandans, Gene Haas. Segir hann vinnu við 2017-bílinn hefjast áður en árið er úti. Meira »

Leyndarmálinu ljóstrað upp

30.9.2015 Þá hefur Haas-liðið tilkynnt það sem allir bjuggust við; að Romain Grosjean yrði aðal ökumaður þess í formúlu-1 á næsta ári.  Meira »

Grosjean til Haas

23.9.2015 Frakkinn Romain Grosjean hjá Lotus hefur staðfest að hann verði áfram keppandi í formúlu-1 á næsta ári en hefur ekki viljað segja með hvaða liði. Öruggar heimildir herma að hann hafi ráðið sig til bandaríska liðsins Haas, sem þreytir frumraun sína í formúlu-1 á næsta ári. Meira »