Formúla-1/Keppnin um ráspólinn

Í þessu knippi er að finna fréttir formúluvefjar mbl.is um keppnina um ráspól hverju sinni.

Bottas vann lokapólinn

25.11. Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Abu Dhabi sem er lokamót ársins. Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Vettel fann fluggírinn

28.10. Sebastian Vettel á Ferrari skipti yfir í fluggírinn í síðustu tímatilraun sinni í keppninni um ráspól mexíkóska kappakstursins. Fram að því hafði hann verið með annan og þriðja besta tímann en herti hraðan svo um munaði í lokin og hreppti ráspólinn. Meira »

70. ráspóll Lewis Hamiltons

30.9. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól Malasíukappakstursins eftir harða og tvísýna keppni við Kimi Räikkönen á Ferrari. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel hefur keppni af 20. rásstað vegna vélarbilunar í byrjun tímatökunnar. Meira »

Útlit fyrir einkar tvísýna tímatöku

16.9. Útlit er fyrir einkar tvísýna tímatöku kappakstursins í Singapúr ef marka má afar jafna lokaæfingu sem var að ljúka. Þar vakti athygli að bílar McLaren urðu í fjórða og fimmta sæti en hraðast fór Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Jafnaði met Schumachers

26.8. Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í Spa-Francorchamps en í leiðinni jafnaði hann ráspólamet Michaels Schumacher sem á sínum tíma hóf keppni fremstur 68 sinnum. Meira »

67. ráspóll Hamiltons

15.7. Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól heimakappaksturs síns í Silverstone. Var það 67. ráspóllinn á ferli hans. Í leiðinni setti Hamilton hraðamet í brautinni sögufrægu. Meira »

Hamilton færist aftur

7.7. Við Lewis Hamilton hjá Mercedes blasir að verða færður aftur um fimm sæti á rásmarkinu eftir tímatöku austurríska kappakstursins í Spielberg á morgun. Meira »

65. ráspóll á 10 ára sigurafmæli

10.6. Lewis Hamilton hjá Mercedes „skalf“ þrunginn af tilfinningum er honum var afhentur keppnishjálmur sem brasilíska goðsögnin Ayrton Senna brúkaði á sínum tíma. Hamilton jafnaði árangur Senna með því að vinna sinn 65. ráspól í dag. Meira »

Báðir Ferrari á fremstu rásröð

29.4. Ferrariliðið virðist drottnandi í Sotsjí en þar fer rússneski kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel vann ráspólinn í tímatökunni í dag og Kimi Räikkönen varð annar. Þriðji varð landi hans Valtteri Bottast hjá Mercedes, 36 þúsundustu úr sekúndu á eftir. Meira »

Hamilton ógnar Senna

8.4. Ráspóll Lewis Hamilton í Sjanghæ er sá sjötti í röð og ógnar hann nú meti Ayrtons Senna sem á sínum tíma vann átta póla í röð 1988-89. Meira »

Mercedes vann fyrstu ráspólsrimmuna

25.3. Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Melbourne, eftir spennandi rimmu við Sebastian Vettel hjá Ferrari og liðsfélaga sinn Valtteri Bottas. Meira »

Aðeins hnífsblað komst á milli

12.11.2016 Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól brasilíska kappakstursins, sinn sextugasta pól á ferlinum, eftir eitilharða og jafn keppni við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Meira »

Hamilton á ráspól

22.10.2016 Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól bandarísk kappaksturins og Mercedesbílar verða eina ferðina enn á fremstu rásröð þar sem Nico Rosberg varð annar. Meira »

Dramatík í Singapúr

17.9.2016 Nico Rosberg hjá Mercedes hreppti ráspól kappakstursins í Singapúr en keppnin er eftirminnileg sakir þessa, að í fyrstu lotu féll Sebastian Vettel hjá Ferrari úr leik. Meira »

Rosberg náði ráspólnum

27.8.2016 Nico Rosberg hjá Mercedwes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins, þann 28. á ferlinum og þriðja í röð. Annar varð heimamaðurinn Max Verstappen hjá Red Bull og þriðji Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Meira »

Bottas greip gæsina

11.11. Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna spennandi keppni um ráspól brasilíska kappakstursins í Sao Paulo. Fyrir lokaatlöguna var hann annar, á milli Ferrarimannanna Sebastians Vettel og Kimi Räikkönen. Greip hann gæsina er Vettel gerði mistök í lokin og skaust í toppsætið. Meira »

Ósnertanlegur

21.10. Lewis Hamilton var rétt í þessu að vinna ráspól bandaríska kappakstursins í Austin í Texas. Hefur hann verið ósnertanlegur alla helgina og ekið hraðast á þremur æfingum og nú tímatökunni. Meira »

Ótrúlegur hringur fyrir ráspólinn

16.9. Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Singapúr á Ferraribíl sínum eftir magnaðan tímahring í lokalotu tímatökunnar. Sagði hann árangurinn framar sínum björtustu vonum en allt fram í lokaatlöguna réðu ökumenn Red Bull ferðinni. Meira »

Ráspólamet í rigningunni

2.9. Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að setja nýtt ráspólamet er hann varð hlutskarpastur í tímatökunni í Monza, sem var að ljúka, eða tæplega þremur tímum á eftir áætlun. Rigning varð til þess að henni var frestað í um 2:45 klukkustundir. Meira »

Met á met ofan og tvenna hjá Ferrari

29.7. Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól ungverska kappakstursins í Búdapest og félagi hans Kimi Räikkönen náði öðru sæti á síðustu stundu. Keppnin um pólinn var tvísýn og spennandi. Meira »

Bottas tók pólinn á nýju meti

8.7. Valtteri Bottas hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Spielberg í Austurríki. Í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og setti nýtt brautarmet. Annar varð Sebastian Vettel hjá Ferrari og þriðji Lewis Hamilton hjá Mercedes en hann fellur niður í áttunda sæti á rásmarkinu. Meira »

Hamilton hafði betur gegn Bottas

24.6. Lewis Hamilton átti sérdeilis góðan lokahring í tímatökunni í Bakú sem var að ljúka í þessu. Hreppti hann ráspólinn fyrir framan nefið á liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Þriðji varð Kimi Räikkönun hjá Ferrari. Meira »

64. ráspóll Hamiltons

13.5. Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól Spánarkappakstursins í Barcelona. Annar varð Sebastian Vettel á Ferrari, þriðji Valtteri Bottas á Mercedes og fjórði Kimi Räikkönen hjá Ferrari sem framan af lokatilraun sinni stefndi þráðbeint á pólinn. Meira »

Bottas lagði Hamilton

15.4. Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Barein. Velti hann liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, úr toppsætinu í síðustu tímatilrauninni. Þriðji varð svo Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Hamilton vann harðan slag

8.4. Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól kínverska kappakstursins eftir harðan slag við liðsfélaga sinn Valtter Bottas og Ferrarimennina Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen. Meira »

Hamilton hafði betur

26.11.2016 Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól lokamóts keppnistíðarinnar í Abu Dhabi. Félagi hans Nico Rosberg varð annar og þriðja rástaðinn hreppti Daniel Ricciardo hjá Red Bull sem breytti allt annarri dekkjataktík. Meira »

Hart slegist um ráspól

29.10.2016 Lewis Hamilton verður fremstur á rásmarkinu í Mexíkó á morgun og við hlið hans liðsfélaginn Nico Rosberg. Sviptingar voru meiri en oftast áður í ár í keppninni um ráspólinn. Meira »

55. ráspóll Hamiltons

1.10.2016 Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól Malasíukappakstursins í Sepang. Er það 55. ráspóllinn sem hann vinnur á ferlinum. Í lokatilraun sinni vann liðsfélagi hans, Nico Rosberg, sig upp úr fimmta sæti í það annað. Meira »

Grátt fremst rautt svo

3.9.2016 Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól ítalska kappakstursins í Monza, hálfri sekúndu á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Var þetta 56. ráspóll Hamiltons. Meira »

Rosberg vann rimmuna

30.7.2016 Nico Rosberg var í þessu að vinna ráspól þýska kappakstursins í Hockenheim eftir æsispennandi rimmu við félaga sinn Lewis Hamilton. Þriðji varð Damniel Ricciardo á Red Bull. Meira »