Formúla-1/Keppnin um ráspólinn

Í þessu knippi er að finna fréttir formúluvefjar mbl.is um keppnina um ráspól hverju sinni.

Hamilton með 83. ráspólinn

24.11. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna síðasta ráspól ársins, í Abu Dhabi. Var það hans 83. póll á ferlinum og ellefti á árinu. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Ricciardo rændi ráspólnum

27.10. Daniel Ricciardo á Red Bull var í þessu að vinna ráspól mexíkóska kappakstursins. Rændi hann eiginlega liðsfélaga sinn Max Verstappen pólnum en hann hafði verið hraðskreiðastur allar æfingarnar þrjár og allar umferðir tímatökunnar nema þá síðustu. Meira »

Hamilton á ráspól - Vettel níundi

6.10. Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól kappaksturs í formúlu-1 í 80. sinn með sigrinum í tímatöku japanska kappakstursins rétt í þessu. Vegna taktískra mistaka varð Sebastian Vettel á Ferrari aðeins í níunda sæti. Meira »

Bottas átti lokaorðið

29.9. Valtteri Bottas á Mercedes Benz var í þessu að vinna ráspól rússneska kappakstursins í Sotsjí og þar með sjötta pólinn á ferlinum. Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton. Meira »

Hamilton sterkastur að lokum

15.9. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Singapúr en hann komst ekki á topp tímatöflunnar fyrr en í þriðju og síðustu lotu hennar. Annar varð Max Verstappen á Red Bull og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Kimi sló öll Monzamet

1.9. Í tímatökunni í Monza í dag gerði Kimi Räikkönen á Ferrari sér lítið fyrir og setti brautarmet. Ekki nóg með heldur var um að ræða hraðasta hring nokkru sinni í tímatökum í formúlu-1. Meira »

Sprenging fagnaðar í Monza

1.9. Einhverri skemmtilegustu og sviptingasömustu tímatöku ársins lauk rétt í þessu í Monza með sigri Kimi Räikkönen á Ferrari. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel varð annar og þriðji Lewis Hamilton á Mercedes sem hafði forystu fyrir lokaatlöguna að tíma. Meira »

78. ráspóll Hamiltons

25.8. Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í Spa Francorchamps í dramatískri tímatöku sem var lotterí vegna rigningar og síðan ört þornandi brauta. Meira »

Hamilton úr leik snemma

21.7. Lewis Hamilton á Mercedes féll úr leik í tímatöku þýska kappakstursins í dag og hefur keppni á morgun, sunnudag, í 14. sæti  Meira »

Hamilton vann harðan slag

7.7. Lewis Hamilton á Mercedes vann í þessu ráspól breska kappakstursins eftir hnífjafna og harða keppni við Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari. Meira »

Bottas greip ráspólinn

30.6. Finninn Valtteri Bottas hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól austurríska kappakstursins eftir eitilharða rimmu við landa sinn Kimi Räikkönen á Ferrari og liðsfélaga sinn Lewis Hamilton. Meira »

75. ráspóll Hamiltons

23.6. Lewis Hamitlon á Mercedes var í þessu að vinna ráspól franska kappakstursins og er það í 75. sinn sem hann vinnur keppnina um hann. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottast og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Meira »

Vettel á ráspólinn

9.6. Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól kanadíska kappakstursins í Montrea l og er það í fyrsta sinn frá því Michael Schumacher vann pólinn 2004 að Ferrari hefur keppni af fremsta rásstað þar í borg. Meira »

Met á met ofan hjá Ricciardo

26.5. Daniel Ricciardo á Red Bull var í fantaformi í tímatökunni í Mónakó sem lauk rétt í þessu. Bætti hann brautarmetið hvað eftir annað og tryggði sér ráspólinn. Hann var einnig hraðskreiðastur á æfingunum þremur fram að tímatökunni. Meira »

Ekkert minna en met dugði

28.4. Sebastian Vettel á Ferrari var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Bakú í Azerbajsan og er það þriðji ráspóll hans í röð. Annar varð Lewis Hamilton á Mercedes og liðsfélagi hans Vallteri Bottas þriðji. Meira »

Aftur hreppir Vettel ráspólinn

14.4. Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól kínverska kappakstursins og eð öðru sætinu í tímatökunni í Sjanghæ tryggði Kimi Räikkönen Ferrariliðinu fremstu rásröðina þriðja kappaksturinn í röð. Aðeins munaði 87 þúsundustu úr sekúndu á þeim félögunum. Meira »

Nýliðinn maður dagsins

7.4. Þótt Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen hafi tryggt Ferrari tvö fremstu sætin í tímatökunni í Barein, sem lauk rétt í þessu, þá er franski nýliðinn Pierre Gasly á Toro Rosso maður dagsins. Hefur hann keppni af fimmta rásstað á morgun. Meira »

Kimi aftur fljótastur

7.4. Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á þriðju og síðustu æfingu fyrir tímatökuna í Barein. Næsthraðast fór Max Verstappen á Red Bull og þriðja besta hringinn átti liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo. Meira »

Bottas færist afturábak

24.3. Valtteri Bottas hjá Mercedes þarf að færast aftur um fimm sæti á rásmarkinuí Melbourne á morgun þar sem skipt var um gírkassa í bíl hans eftir að hann flaug út úr brautinni og hafnaði á öryggisvegg í tímatökunni. Meira »

Mun fljótari í ár en í fyrra

24.3. Með ráspólstíma sínum í Melbourne í morgun var Lewis Hamilton meira en sekúndu fljótari með brautarhringinn en í fyrra, en þá setti hann líka brautarmet eins og í dag. Meira »

73. ráspóllinn hjá Hamilton

24.3. Ráspóllinn sem Lewis Hamilton á Mercedes vann í Melbourne í morgun er sá 73. á ferli hans.  Meira »

Bombuhringur hjá Hamilton

24.3. Lewis Hamilton á Mercedes náði þrusugóðum hring í lokatilraun tímatökunnar í Melbourne. Skildi hann keppinauta sína eftir í kjölsoginu var 0,7 sekúndum fljótari en Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Bottas vann lokapólinn

25.11.2017 Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Abu Dhabi sem er lokamót ársins. Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari. Meira »

Bottas greip gæsina

11.11.2017 Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna spennandi keppni um ráspól brasilíska kappakstursins í Sao Paulo. Fyrir lokaatlöguna var hann annar, á milli Ferrarimannanna Sebastians Vettel og Kimi Räikkönen. Greip hann gæsina er Vettel gerði mistök í lokin og skaust í toppsætið. Meira »

Vettel fann fluggírinn

28.10.2017 Sebastian Vettel á Ferrari skipti yfir í fluggírinn í síðustu tímatilraun sinni í keppninni um ráspól mexíkóska kappakstursins. Fram að því hafði hann verið með annan og þriðja besta tímann en herti hraðan svo um munaði í lokin og hreppti ráspólinn. Meira »

Ósnertanlegur

21.10.2017 Lewis Hamilton var rétt í þessu að vinna ráspól bandaríska kappakstursins í Austin í Texas. Hefur hann verið ósnertanlegur alla helgina og ekið hraðast á þremur æfingum og nú tímatökunni. Meira »

70. ráspóll Lewis Hamiltons

30.9.2017 Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól Malasíukappakstursins eftir harða og tvísýna keppni við Kimi Räikkönen á Ferrari. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel hefur keppni af 20. rásstað vegna vélarbilunar í byrjun tímatökunnar. Meira »

Ótrúlegur hringur fyrir ráspólinn

16.9.2017 Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Singapúr á Ferraribíl sínum eftir magnaðan tímahring í lokalotu tímatökunnar. Sagði hann árangurinn framar sínum björtustu vonum en allt fram í lokaatlöguna réðu ökumenn Red Bull ferðinni. Meira »

Útlit fyrir einkar tvísýna tímatöku

16.9.2017 Útlit er fyrir einkar tvísýna tímatöku kappakstursins í Singapúr ef marka má afar jafna lokaæfingu sem var að ljúka. Þar vakti athygli að bílar McLaren urðu í fjórða og fimmta sæti en hraðast fór Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Ráspólamet í rigningunni

2.9.2017 Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að setja nýtt ráspólamet er hann varð hlutskarpastur í tímatökunni í Monza, sem var að ljúka, eða tæplega þremur tímum á eftir áætlun. Rigning varð til þess að henni var frestað í um 2:45 klukkustundir. Meira »