Leclerc lagði Hamilton og Vettel

Charles Leclerc (t.v.) fagnar ráspólnum í Singapúr og til hægri …
Charles Leclerc (t.v.) fagnar ráspólnum í Singapúr og til hægri er liðsfélagi hans Sebastian Vettel sem varð þriðji. AFP

Charles Leclerc á Ferrari hafði betur í harðri rimmu við Lewis Hamilton á Mercedez og liðsfélaga sinn Sebastian Vettel í keppninni um ráspól Singapúrkappakstursins, sem fram fer á morgun.

Aðeins 38 þúsundustu munaði á Hamilton og Vettel en sá síðarnefndi var 02, sekúndum á Leclerc.

Vettel var í efsta sæti að lokinni fyrri tímatilraun ökumanna í þriðju og síðustu lotu en í loktilrauninni komust þeir Leclerc og Hamilton fram fyrir hann. Þykir þetta athyglisvert að  því leyti að brautin í Singapúr hefur lengst af reynst Ferraribílunum ógjöful. 

Í sætum fjögur til tíu urðu Max Verstappen á Red Bull, Valtteri Bottas á MErcedes, Alexander Albon á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg á Renault og Lando Norris á McLaren.

Ætluð og fyrirspáð atlaga Red Bull að ráspólnum fjaraði smátt og smátt út í tímatökunni. Var Verstappen á endanum fjórði og meira en sekúndu frá brautartíma Leclerc.

Charles Leclerc á milli tímatilrauna í einstökum lotu tímatökunnar í …
Charles Leclerc á milli tímatilrauna í einstökum lotu tímatökunnar í Singapúr. AFP
Charles Leclerc stendur uppi á bíl sínum og fagnar ráspólnum …
Charles Leclerc stendur uppi á bíl sínum og fagnar ráspólnum í Singapúr. AFP
mbl.is