Forsetakosningar 2012

Erfitt að fella sitjandi forseta

7.11.2012 Á síðustu 100 árum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum að forseti Bandaríkjanna sem sækist eftir endurkjöri sé felldur í kosningum. Það virðist því vera erfitt verkefni fyrir áskoranda í kosningum að fella sitjandi forseta. Meira »

Með naumt forskot í Flórída

7.11.2012 Enn liggja úrslit ekki fyrir í Flórída, en þegar búið er að telja 98% atkvæða er Barack Obama með 49,85% atkvæða og Mitt Romney með 49,29% atkvæða. CNN sagði í dag að úrslit í ríkinu yrðu ekki ljós fyrr en kl. 17 í dag. Meira »

Demókratar með meirihluta í öldungadeildinni

7.11.2012 Demókratar verða áfram með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frambjóðendur þeirra unnu sigra í Massachusetts, Indiana og Virginíu. Repúblikanaflokkurinn verður hins vegar áfram með meirihluta í fulltrúadeildinni. Meira »

Obama segist bjartsýnn á framtíðina

7.11.2012 Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði stuðningsmenn sína í Chicago eftir að ljóst var að hann hefði sigrað Mitt Romney í kosningunum. Ræða hans, sem stóð í 25 mínútur, einkenndist af bjartsýni. Hann sagði að efnahagur landsins væri að batna og fram undan væru betri tíð. Meira »

Romney viðurkenndi ósigur sinn

7.11.2012 Mitt Romney viðurkenndi ósigur sinn í forsetakosningunum fyrir framan stuðningsmenn sína í Boston í nótt. Barack Obama hefur því fengið skýrt umboð til að gegna embættinu í fjögur ár í viðbót. Meira »

Obama sigrar í Virginíu

7.11.2012 Barack Obama hefur verið lýstur sigurvegari í Virginíu. Þar með er hann kominn 303 kjörmenn, en Mitt Romney er með 203 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. Meira »

Obama sigrar í Colarado

7.11.2012 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sigraði í Colorado og er þar með kominn með 290 kjörmenn. Mitt Romney er búinn að tryggja sér 203 kjörmenn. Meira »

Hvaðan kemur fylgið?

6.11.2012 Allnokkur munur er á því hvaðan fylgi þeirra Obama og Romneys kemur. Samkvæmt könnunum virðist Obama sækja fylgi sitt í ríkara mæli til fólks með annan hörundslit en hvítan en Romney hefur meira fylgi meðal hvítra Bandaríkjamanna. Meira »

Þreyttir á auglýsingaflóðinu

6.11.2012 Steinn Arnar Jónsson, sem býr í Columbus í Ohio, segir ekki laust við að íbúar í Ohio séu orðnir langþreyttir á hinu mikla auglýsingaflæði sem dunið hefur á kjósendum í ríkinu undanfarnar vikur. Forsetaframbjóðendurnir leggja mikla áherslu á að sigra í Ohio. Meira »

Fengu fimm atkvæði hvor

6.11.2012 Kosningu er lokið í smábænum Dixville Notch í New Hampshire í Bandaríkjunum. Barack Obama forseti fékk fimm atkvæði og Mitt Romney fékk einnig fimm atkvæði. Meira »

Kostnaður Herdísar var um 1,2 milljónir

3.10.2012 Herdís Þorgeirsdóttir, frambjóðandi til forsetakjörs, hefur skilað fjárhagsuppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Kosningabarátta hennar kostaði 1.192.761 krónu. Meira »

Framboðið kostaði 15 milljónir

1.10.2012 Framboð Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári kostaði samtals 15.172.661 krónu samkvæmt rekstrarreikningi framboðsins. Heildartekjur framboðsins voru hins vegar aðeins meiri eða 15.794.400 krónur. Meira »

Kostaði innan við 400 þúsund

28.9.2012 Framboð Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta Íslands kostaði innan við 400 þúsund. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi Ríkisendurskoðun, en stofnuninni ber að kalla eftir upplýsingum um kostnað við framboð. Meira »

Framboð Ólafs kostaði 6,5 milljónir

28.9.2012 Framboð Ólafs Ragnar Grímssonar til embættis forseta Íslands kostaði 6.540.551 kr. Þar af greiddi hann sjálfur 2.191.599 krónur. Þetta kemur fram í yfirliti sem hann skilaði inn til Ríkisendurskoðunar. Meira »

Framboðið kostaði 1,8 milljónir

27.9.2012 Ari Trausti Guðmundsson, sem bauð sig til embættis forseta Íslands í sumar, hefur skilað fjárhagsuppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að kosningabarátta hans kostaði 1.789.167 krónur. Meira »

Þóra: Viðbrögð RÚV léleg

21.7.2012 „Og viðbrögðin hjá RÚV þegar forseti lýðveldisins sakaði stofnunina um misnotkun og starfsmenn um óheilindi – öh, ekki svaravert. Mér fannst það lélegt og undarlegt að stofnunin skyldi ekki bregðast við,“ segir Þóra Arnórsdóttir í viðtali í Sunnudagsmoggann í dag. Meira »

Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“

21.7.2012 Þóra Arnórsdóttir segist ekki ætla í pólitík og er harðorð út í Ólaf Ragnar Grímsson er hún gerir upp forsetakosningarnar í viðtali í Sunnudagsmogganum. Meira »

Kæran líklega lögð inn í dag

17.7.2012 Framkvæmd forsetakjörsins sem fram fór 30. júní sl. verður að öllum líkindum kærð til Hæstaréttar í dag. Þetta staðfesti Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en bandalagið hefur unnið að undirbúningi kærunnar sem bakhjarl þeirra einstaklinga sem standa að henni. Meira »

Ofbýður ummæli í sinn garð og forsetans

6.7.2012 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór Jónssyni, guðfræðingi og fræðslufulltrúa Austurlandsprófastdæmis. Meira »

Telja framkvæmdina mannréttindabrot

4.7.2012 Fatlaðir eru mjög ósáttir við fyrirkomulag kosninga í landinu. Þeir hafa hingað til þurft að reiða sig á aðstoðarmenn úr röðum kjörstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands telur að fyrirkomulagið brjóti lög um leynilegar kosingar og telja sig eiga rétt á því að velja eigin aðstoðarmenn. Meira »

Tekur undir með forsetanum

2.7.2012 Jón Bjarnason, þingmaður VG, tekur undir gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og að hún hafi reynt að keyra í gegnum þingið of mörg stór mál og umdeild án fyrirhyggju eða réttrar forgangsröðunar út frá hagsmunum þjóðarinnar. Meira »

Afgerandi sigur forsetans

2.7.2012 Fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands var alls staðar yfir yfir 50% nema í Reykjavík. Ljóst var frá fyrstu tölum í hvað stefndi, en fylgi Ólafs var langmest í Suðurkjördæmi, þar sem hann var með 63,57% fylgi. Meira »

Fóru á Massey Ferguson, árgerð 1966, á kjörstað

1.7.2012 Kosið var í Reykhólasveit eins og annars staðar á landinu í gær. Fararskjótarnir voru þó kannski heldur fjölbreyttari þar. Þannig kom Grundarfólk á dráttavélum, meðal annars Massey Ferguson 130, árgerð 1966, og vöktu þær mikla og verðskuldaða athygli á kjörstað. Meira »

Ólafur Ragnar spilaði á fylgið

1.7.2012 Ólafur Ragnar Grímsson króaði Þóru Arnórsdóttur af gagnvart hægra fylginu með því að hengja kröftuglega á hana stimpil Samfylkingarinnar og tengja hana við ESB aðild. Hann spilaði þannig á fylgið, segir Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. Meira »

Kosinn bæði frá hægri og vinstri

1.7.2012 „Ljóst er að Ólafur Ragnar fékk mikinn stuðning bæði frá fólki sem kýs til vinstri og hægri í alþingiskosningum og það fylgi fékk hann vegna afdráttarlausrar afstöðu sinnar til málefna sem sameina mikinn meirihluta þjóðarinnar,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra. Meira »

Óskar Ólafi til hamingju með endurkjörið

1.7.2012 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur óskað Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með endurkjör hans sem forseta Íslands. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar í dag. Meira »

Krafa um aukið lýðræði

1.7.2012 „Mér er efst í huga þakklæti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Hann sagði að niðurstaða kosninganna væri stuðningur við störf hans til þessa og áherslur í forsetaembættinu. Meira »

Vantraust á stjórnmálaforystuna

1.7.2012 „Ég tel þetta vera verulega góða niðurstöðu fyrir Ólaf enda var mjög hart að honum sótt,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um úrslitin í forsetakosningunum. Meira »

Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar

1.7.2012 „Sigur Ólafs Ragnars er ósigur stjórnarinnar og sigur stjórnarandstöðunnar,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor á heimasíðu sinni í morgun um úrslit forsetakosninganna. Meira »

Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi

1.7.2012 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni nú í morgun að niðurstaða forsetakosninganna hljóti að vera Ólafi Ragnari Grímssyni mikið umhugsunarefni. Meira »