Friðlýsing Þjórsárvera

„Ekki vaða áfram yfir einn aðila“

12.10. „Þarna er gengið freklega á okkar hlut sem stjórnvalds,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Eins og mbl.is greindi frá í gær íhugar hrepps­nefndin að leggja fram stjórn­sýslukæru á hend­ur um­hverf­is­ráðuneyt­inu vegna fyrirhugaðrar stækk­un­ar friðlands í Þjórsár­ver­um. Meira »

Hafa ekki lesið bók Össurar

27.11.2014 „Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú sem studdu síðustu ríkisstjórn og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni, um nákvæmlega þetta mál, var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í morgun. Meira »

Átta kostir fari í nýtingarflokk

27.11.2014 Lagt var til í atvinnuveganefnd Alþingis í morgun að átta virkjanakostir verði settir í nýtingarflokk og að ein vika verði gefin til umsagnar um tillöguna. Áður hafði verið lagt til að Hvammsvirkjun yrði sett í nýtingarflokk og er tillagan sem lögð var fram í morgun breyting á þeirri tillögu. Meira »

Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk

28.3.2014 Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sinni um að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Er það að afloknu 12 vikna almennu umsagnarferli. Meira »

Ásahreppur samþykkir breytt friðland

15.1.2014 Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti fyrir sitt leyti á fundi í gær breytingartillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, á mörkum stækkaðs friðlands í Þjórsárverum og staðfesti um leið friðlýsingarskilmálana með skilyrðum. Meira »

Útiloka ekki að leita til dómstóla

15.1.2014 Fulltrúar fjögurra náttúruverndarsamtaka, sem mættu á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem fjallað var um Norðlingaölduveitu og friðlýsingu Þjórsárvera, sögðust aðspurðir ekki útiloka að leita til dómstóla vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra að breyta fyrirhuguðum mörkum á friðlandinu í Þjórsárverum. Meira »

Ekki verið að óska eftir virkjanaleyfi

15.1.2014 Landsvirkjun styður eindregið friðlýsingu Þjórsárvera og telur sig starfa í fullu samræmi við gildandi rammaáætlun. Þetta kom meðal annars fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um Norðlingaölduveitu og friðlýsingu Þjórsárvera. Meira »

Mikilvægt að ná sátt í málinu

15.1.2014 Mikilvægt er að staðið verði að friðlýsingum landssvæða í góðri sátt við sveitarstjórnarmenn, landeigendur og aðra. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra, á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um Norðlingaölduveitu og friðlýsingu Þjórsárvera. Meira »

Ósátt við breytingar á rammaáætlun

10.1.2014 Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra að gera breytingar á rammaáætlun og leggja áherslu á að samþykktir í lögum um vernd og orkunýtingu haldi gildi sínu. Meira »

Veitan áfram hagkvæm

7.1.2014 Nýting hluta vatnsins úr efsta hluta Þjórsár verður að líkindum áfram hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar þótt fyrri útfærsla Norðlingaölduveitu verði slegin af með stækkun friðlands Þjórsárvera, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Meira »

Ný Norðlingaölduveita

6.1.2014 Landsvirkjun hefur lagt fram nýja útfærslu að Norðlingaölduveitu hjá Orkustofnun. Hægt var að skila tillögum að virkjanakostum vegna 3. áfanga Rammaáætlunar til 1. desember sl. og var breytt útfærsla Norðlingaölduveitu þar á meðal, að sögn Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra. Meira »

Vill fund um ákvörðun ráðherra

4.1.2014 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur fram opinn fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að breyta rammaáætlun. Meira »

Kunna að leita til dómstóla

4.1.2014 Félagið Vinir Þjórsárvera og þrjú önnur náttúrverndarsamtök hafa sent bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem mótmælt er áformum hans um að skapa svigrúm fyrir virkjunarmannvirki í farvegi Þjórsár við Þjórsárver með tillögu um ný suðurmörk friðlandsins. Meira »

Stórkostlegir fossar eyðilagðir

4.1.2014 Náttúruverndarsamtök Íslands segir að umhverfisráðherra hafi með ákvörðun sinni um breytingu á friðlýsingarskilmálum sem Umhverfisstofnun vann fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum opnað fyrir að hinir stórkostlegu fossar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá, verði eyðilagðir. Meira »

Norðlingaölduveita innan friðlandsins

3.1.2014 Til stendur að Norðlingaölduveita verði áfram í verndarflokki og innan fyrirhugaðs friðlands í Þjórsárverum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Meira »

Stangast á við svar síðasta haust

3.1.2014 „Klárlega er verndarflokkur rammaáætlunar einskis virði í augum umhverfisráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vegna frétta af þeirri ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, að mörk friðlandsins í Þjórsárverum verði dregin í kringum lónið sem þýði að hægt verði að ráðast í gerð Norðlingaölduveitu. Meira »

Mörk friðlandsins í kringum lónið

3.1.2014 Hægt verður að ráðast í gerð Norðlingaölduveitu samkvæmt ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, um að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera. Þar er gert ráð fyrir að mörk friðlandsins verði dregin í kringum lónið í samræmi við eina af þeim tillögum sem Landsvirkjun lagði fram í sumar. Meira »

Athugasemdum í engu svarað

3.1.2014 Verkefnisstjórn svaraði í engu athugasemdum sem gerðar voru í formlegu umsagnarferli um tillögu um breytingar á núverandi rammaáætlun. Þetta fyrra umsagnarferli virðist hafa verið til málamynda, til að fullnægja formsatriðum. Meira »

Vill breyta friðlýsingu Þjórsárvera

13.11.2013 „Þetta er bara hluti af ferlinu þegar ekki er sátt um friðlýsingar. Þá kallar ráðherra einfaldlega eftir sjónarmiðum mismunandi aðila og tekur síðan ákvörðun. Þetta er bara hluti af stjórnsýslunni.“ Meira »

Vilja friðlýsingu Þjórsárvera strax

10.9.2013 Náttúruverndarsamtök Íslands, skora á umhverfisráðherra að fara að niðurstöðum rammaáætlunar, að vinna í samræmi við gildandi lög um rammaáætlun og undirrita þegar í stað fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Meira »

Gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra

21.6.2013 Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að svo virðist sem að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hafi ekki kynnt í ríkisstjórn ákvörðun sína um að undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum. Meira »

Stefna á breyttan ramma í sumar

25.5.2013 Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr umhverfisráðherra, býst við að tillaga til nýrrar þingsályktunar um rammaáætlun verði lögð fyrir á sumarþingi. „Það verður væntanlega þannig að málinu verði vísað aftur til verkefnastjórnar [um rammaáætlun]“, sagði hann. Meira »