Kjaradeilur heilbrigðisstarfsfólks

Ríkið vinnur að útfærslu dómsins

13.10. „Þetta er niðurstaðan. Nú þurfum við að skoða málið heildstætt, hvað þetta þýðir,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, við Morgunblaðið. Meira »

Hæstiréttur staðfesti ljósmæðradóm

11.10. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí í fyrra, þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Meira »

Sex láta uppsögnina standa

3.9. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur ef ljósmæður eru óánægðar,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Gerðardómur skilaði niðurstöðu sinni síðastliðið fimmtudagskvöld. Meira »

„Punglaus“ afstaða dómsins

31.8. „Það er ofboðsleg reiði og óánægja,“ segir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, eftir félagsfund ljósmæðra nú síðdegis þar sem úrskurður gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið var kynntur. Meira »

Gerðardómur varpi ábyrgð á aðra

31.8. Ljósmæðrafélag Íslands segir vel koma fram í greinargerð gerðardóms að laun ljósmæðra hafi dregist aftur úr miðað við laun annarra hópa undanfarinn áratug. Samt sem áður sé niðurstaða dómsins vonbrigði og feli ekki í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra eins og væntingar voru um. Meira »

Ræða hvernig verja megi stéttina

31.8. „Við vonuðum að þeir gætu séð eitthvað í þessum úrskurði sem við sáum ekki í fljótu bragði. Því miður er ekki hægt að segja það,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra sem fundaði með lögfræðingi og hagfræðingi BHM vegna niðurstöðu gerðardóms sem gefin var út í gær. Meira »

„Eins og ég hafi verið slegin í gólfið“

30.8. „Í fljótu bragði er þetta dálítið þungt högg,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, um úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Katrín segir eitthvað jákvætt í úrskurðinum en ekkert sé minnst á leiðréttingu á launasetningu ljósmæðra. Meira »

Nemum verða greidd laun

30.8. Meta á kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Auk þess á að greiða ljósmóðurnemum laun. Þetta kemur fram í úrskurði gerðadóms í ljósmæðradeilunni. Meira »

Katrín Sif bíður við símann

30.8. „Ég bara bíð við símann, það var talað um að þetta yrði á milli 16 og 17 svo ég er orðin heldur óþreyjufull,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, sem var formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilu þeirra við ríkið. Meira »

Gerðardómur skilar niðurstöðu fyrir helgi

27.8. Gerðardómur, sem skipaður var í kjaradeilu ljósmæðra, stefnir að því að skila niðurstöðu fyrir helgi. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, formaður gerðardómsins. Meira »

Vinna gerðardóms gengur vel

13.8. Vinna gerðardóms, sem skipaður var í kjaradeilu ljósmæðra, gengur vel, að sögn Magnúsar Péturssonar, formanns gerðardóms. Stefnt er að því að gerðardómur ljúki störfum fyrir 1. september næstkomandi, líkt og lagt var upp með þegar hann var skipaður í lok júlí. Meira »

Fyrsti fundur gerðardóms á morgun

30.7. Fyrsti fundur gerðardóms í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs verður á morgun með ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, formaður gerðardómsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Tvær draga uppsögn til baka á Akureyri

30.7. Þær tvær ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu við sjúkrahúsið á Akureyri vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið, hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar, forstjóra sjúkrahússins á Akureyri. Meira »

Skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu

30.7. Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Bára Hildur Jóhannesdóttir. Meira »

„Enginn þvingaður til að fara“

28.7. Engin kona er þvinguð til að fara frá Landspítalanum til að fæða barn sitt á öðru sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Sendar keyrandi með hríðir á Akranes

28.7. Þó svo að yfirvinnubanni ljósmæðra hafi verið aflétt fyrir sléttri viku er enn mikið álag á fæðingardeildum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru enn dæmi um að konur séu sendar á fæðingarvakt Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi þar sem fæðingarvakt Landspítalans annar ekki eftirspurn. Meira »

Átta hættar við uppsögn

26.7. Ein ljósmóðir dró uppsögn sína til baka á Landspítalanum í dag og eru þær orðnar átta, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Fjöldi ljósmæðra sagði starfi sínu lausu á meðan kjaradeila ljósmæðra stóð sem hæst. Meira »

Sjö dregið uppsagnir til baka

25.7. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum að sögn Páls Matthíassonar forstjóra. Fyrr í dag hafði verið sagt frá því að ein ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild hefði dregið uppsögn sína til baka. Meira »

Þakklát fyrir afgerandi niðurstöðu

25.7. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkis hafa verið einstaklega stranga og snúna en er ánægð með afgerandi niðurstöðu atkvæðagreiðslu ljósmæðra um miðlunartillögu sem hún lagði fram. Bryndís hefur þegar hafist handa við að skipa gerðardóm. Meira »

Ein uppsögn dregin til baka

25.7. Ein ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans hefur dregið uppsögn sína til baka og búast má við því að fleiri geri slíkt hið sama fyrir helgi. Atkvæðagreiðslu ljósmæðra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara lauk í hádeginu og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta. Meira »

Ljósmæður samþykktu miðlunartillögu

25.7. Ljósmæður hafa samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með 95,1% atkvæða.   Meira »

Ljósmæðrakosningu lýkur á hádegi

25.7. Rafrænni kosningu um kjarasamning ljósmæðra lýkur á hádegi í dag og tilkynnt verður um niðurstöðuna klukkan tvö. Kosið verður um samkomulag sem náðist að undirlagi ríkissáttasemjara á laugardag. Meira »

„Við höldum sjó“

24.7. Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans var opnuð að nýju í dag eftir að henni var lokað á föstudag og hún sameinuð kvenlækningadeild 21A. Að sögn yfirljósmóður á deildinni gekk sameiningin áfallalaust fyrir sig. Meira »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

23.7. „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

23.7. Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

22.7. Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

22.7. „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

22.7. „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

22.7. „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

22.7. Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »