Mislingar á Íslandi

Ekki greinst nein ný mislingatilfelli

Í gær, 13:41 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi frá 20. mars, að því er fram kemur í frétt á vef Landlæknisembættisins. Heildarfjöldi staðfestra til­fella er sex og eitt vafa­til­felli. Enn eru þó að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu. Meira »

Um 90 manns í sýnatöku vegna mislinga

21.3. Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er 6 og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 90 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

Sjöunda mislingatilfellið staðfest

20.3. Nýtt tilfelli mislinga greindist í gær og er það sjöunda tilfellið sem greinist frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar. Meira »

Engin ný mislingasmit greinst

18.3. Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind og er heildarfjöldi staðfestra tilfella fimm og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

Settu bóluefni fyrir Ísland í forgang

15.3. „Ég er mjög glaður að við gátum stutt samstarfsfélaga okkar í Vistor/Distica og íslensk stjórnvöld í að bregðast við faraldrinum,“ segir Andreas Daugaard Jørgensen, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins MSD, við mbl.is. Fyrirtækið framleiðir bóluefni gegn mislingum. Meira »

Ekki greinst ný mislingasmit

15.3. Ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga. Sex hafa greinst með mislinga frá því um miðjan febrúar. Tíu þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Meira »

Vel gert að ná þessu magni

14.3. „Það var vel af sér vikið að ná í þetta magn á þessum tíma því það er erfitt eins og staðan er í heiminum í dag,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um 10 þúsund skammta af bóluefni gegn mislingum sem eru komnir til landsins og í dreifingu. Meira »

Sjötta mislingasmitið mögulegt

13.3. 19 mánaða drengur greindist mögulega með mislinga í Reykjavík í gær. Hann hafði verið bólusettur fyrir þremur vikum. Hann veiktist með mislingalíkum útbrotum mánudaginn 11. mars en var einkennalaus að öðru leyti. Meira »

Sá fimmti með mislinga á batavegi

13.3. Fimmti einstaklingurinn sem greindist með mislinga er á batavegi. Þetta staðfestir Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þrír af þeim fimm einstaklingum sem hafa greinst með mislinga á Íslandi síðasta mánuðinn eru búsettir á Austurlandi. Meira »

Ekki greinst ný tilfelli mislinga

11.3. Fjöldi dauðsfalla af völdum mislinga á heimsvísu dróst saman um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, en talið er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á umræddu tímabili. Meira »

Von á meira bóluefni

11.3. Von er á 1.000 skömmtum af bóluefni gegn mislingum á morgun. „Auk þess vinnum við að því að útvega meira bóluefni frá Evrópu en það er ekki auðvelt því það er mikil eftirspurn eftir þessu bóluefni og ekki margir aflögufærir,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Tvö þúsund bólusett um helgina

10.3. Um tvö þúsund skammtar af bóluefni fóru út um helgina þegar bólusetningar gegn mislingum héldu áfram. Börn voru í forgangi í gær en í dag voru eldri óbólusettir einstaklingar teknir inn. Meira »

Bólusetja gegn mislingum í dag

9.3. Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi bjóða í dag upp á bólusetningar gegn mislingum, en veirufræðideild Landspítalans staðfesti í gær fimmta mislingatilfellið. Meira »

Fimmta mislingatilfellið staðfest

8.3. Í dag staðfesti Veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar sl. Umræddur einstaklingur komst í snertingu við þann aðila sem kom með flugi til Egilsstaða þann 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Meira »

Fjórir starfsmenn þurftu að vera heima

8.3. „Ég er með svo yndislegt starfsfólk og hef auk þess fengið aðstoð frá foreldrum þannig þetta hefur bara verið þægilegur dagur,“ segir Sig­ríður Her­dís Páls­dótt­ir leik­skóla­stjóri á leikskólanum Tjarnaskógi á Egilsstöðum. Meira »

Forgangshópar hvattir í bólusetningu

8.3. Allir sem eru á aldrinum 6 mánaða til 49 ára og óbólusettir fyrir mislingum, á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, eru hvattir til að mæta í bólusetningu sem fyrst, auk þeirra sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Meira »

3.000 skammtar koma í dag

8.3. „Það verður enginn skortur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum koma til landsins í dag með hraðsendingu. Meira »

Grunur um mislinga á þriðja leikskólanum

7.3. Grunur leikur á að einstaklingur með mislingasmit hafi verið á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum á mánudag og þriðjudag. Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri staðfestir í samtali við mbl.is að grunur leiki á smiti á Skógarlandsstarfsstöð leikskólans. Meira »

Um 500 símtöl vegna mislinga

7.3. Um 500 símtöl bárust Læknavaktinni í gær vegna fyrirspurna um mislinga og möguleg mislingasmit. Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir í samtali við mbl.is að símtalafjöldinn hafi aukist jafnt og þétt eftir því sem leið á daginn. Meira »

Átti ekki von á því að fá mislinga

6.3. Svanur Freyr Jóhannsson, sem býr á Reyðarfirði og er einn þeirra fjögurra sem vitað er til að hafi smitast af mislingum hérlendis undanfarið, segir líðan sína ljómandi góða og að hann sé allur að hressast. Hann fékk að vita af því að hann væri með mislinga á þriðjudaginn og er heima í sóttkví. Meira »

Í einangrun á Barnaspítalanum

6.3. Annað barnanna sem greinst hafa með mislingasmit hefur verið í einangrun á Barnaspítala Hringsins undanfarna daga. Þetta staðfestir Ásgeir Haraldsson yfirlæknir í samtali við mbl.is. Meira »

Panta meira bóluefni gegn mislingum

6.3. Læknavaktinni hafa borist fjölmörg símtöl í tengslum við mislinga frá því embætti landlæknis greindi frá því í gær að fjórir einstaklingar hafi greinst með mislinga á Íslandi síðustu vikur. Þá hafa heilsugæslur lagt fram pöntun á bóluefni gegn mislingum þar sem farið er að ganga á birgðir sem til eru. Meira »

Syngjandi öskudagsbörnum vísað frá HSA

6.3. Heilsugæslur Heilbrigðisstofnunar Austurlands munu ekki taka á móti börnum í tilefni öskudags vegna mislingasmits sem komið er upp meðal annars á Austurlandi. Vitað er að smitaðir einstaklingar fóru bæði í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Meira »

„Alvarlegasta staðan í áratugi“

5.3. Mislingasmitin fjögur sem hafa komið upp hér á landi undanfarna daga eru „alvarlegasta staðan í áratugi“.  Meira »

Nokkur mislingatilfelli gætu bæst við

5.3. Sóttvarnalæknir segir að nokkur tilfelli til viðbótar varðandi mislingasmit hér á landi gætu komið á næstunni en óttast ekki að faraldur muni breiðast út. Hann segir að huga þurfi að mörgu vegna stöðunnar sem er uppi. Meira »

Leita þeirra sem gætu hafa smitast

5.3. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi komist í tæri við mislingasmit og ná sambandi við þá. Meira »

Geti lagst beint inn á viðeigandi deild

5.3. Fjögur mislingasmit hafa komið upp hér á landi undanfarna daga og boðaði sóttvarnarlæknir til neyðarfundar vegna þess í dag.  Meira »

Taka mislingasmiti „af stórhug“

5.3. Foreldrar barna á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ hafa tekið fregnum af mislingasmiti eins af börnunum úr leikskólanum af „miklum stórhug“. Þetta segir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Á leikskólanum eru 20 börn á aldrinum 12 til 18 mánaða sem ekki hafa verið bólusett. Meira »

Annað barn smitaðist af mislingum

5.3. Vitað er til þess að tvö börn hafi smitast af mislingum í flugi Icelandair frá London til Íslands fjórtánda febrúar.  Meira »

Barn smitaðist í flugvélinni

4.3. Tæplega ellefu mánaða gamalt barn greindist með mislinga á laugardaginn en barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga um miðjan febrúar. Barnið var óbólusett enda yfirleitt bólusett við mislingum við 18 mánaða aldur. Meira »