Paul Ramses

Byggðu skóla fyrir flöskupening

7.8.2015 Í sumar munu hjónin Paul Ramses og eiginkona hans Rosmary Atieno Obhiambo opna grunnskóla í Kenía fyrir 320 börn. Nú þegar reka þau leikskóla á æskuslóðum sínum. Fjölskyldan safnaði fyrir skólabyggingunni með því að safna flöskum í sex mánuði. Meira »

Paul Ramses fær hæli á Íslandi

27.3.2010 Keníamaðurinn Paul Ramses og fjölskylda hans fá að búa áfram á Íslandi og lýkur þar með tveggja ára baráttun Ramses og eiginkonu hans, Rosemary Atieno Athiembo, fyrir því að fá hæli á Íslandi. Mál Ramses komst í hámæli sumarið 2008 þegar honum var vísað úr landi tímabundið og sendur til Rómar. Meira »

Grátið af gleði

26.8.2008 Paul Ramses kyssti íslenska jörð þegar hann hafði sameinast fjölskyldu sinni að nýju í nótt. Hann segist þakklátur guði og öllum sem lögðu honum lið. Málið sé sigur fyrir íslenskt réttarkerfi. Miklar tilfinningar brutust út við endurfundina og viðstaddir klöppuðu fyrir fjölskyldunni. Meira »

Ramses kemur í nótt

25.8.2008 Flóttamaðurinn Paul Ramses kemur til landsins í nótt frá Mílanó. Hann hefur dvalið á Ítalíu frá því í byrjun júlí þegar Útlendingarstofnun neitaði að taka beiðni hans um hælisvist fyrir og vísaði honum til baka til Ítalíu. Meira »

Lögmaður Ramsesar þakkar ráðherra

22.8.2008 Katrín Theódórsdóttir lögmaður Ramsesar, segir að það sé full ástæða til þess að þakka dómsmálaráðherra og öðrum íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekið jákvæða ákvörðun í máli flóttamannsins Ramsesar. Segir í tilkynningu frá henni að megin niðurstaða dómsmálaráðherra sé í samræmi við óskir hennar sem lögmanns Ramsesar þannig að beiðni hans um hæli verður tekin fyrir að nýju. Meira »

Kæru skilað til dómsmálaráðherra

9.7.2008 Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, Keníamannsins sem Útlendingastofnun vísaði úr landi í síðustu viku, lagði fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna brottvísunarinnar nú á fjórða tímanum. Hún vonar að ráðherra muni láta málið sæta forgangi, enda þoli það enga bið. Meira »

Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur

9.7.2008 Fólk hefur safnast saman daglega fyrir utan Dómsmálaráðuneytið til að mótmæla brottvísun flóttamannsins Pauls Ramses til Ítalíu en kona hans og nýfæddur sonur dvelja enn hér á landi. Meira »

Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses

9.7.2008 Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, Keníamannsins sem Útlendingastofnun vísaði úr landi í síðustu viku, leggur í dag fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna brottvísunarinnar. Hún segir fyrstu kröfu sína þá að ákvörðun Útlendingastofnunar verði ógilt og málinu vísað til nýrrar meðferðar. Meira »

Enn engin kæra komin til dómsmálaráðuneytis

8.7.2008 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að engin kæra hafi borist frá Katrínu Theoórsdóttur, lögfræðings, Pauls Ramses, til dómsmálaráðuneytisins í dag. Katrín boðaði kæruna í gær, að því er segir á vef dómsmálaráðherra. Meira »

Ástandið enn ótryggt í Kenía

8.7.2008 Paul Ramses hefur ekki enn fengið að leggja fram pappíra sína á Ítalíu. Hann segir samsteypustjórn Odinga og Kibaki í Kenía einungis vera til af hagvæmnisástæðum og ástandið sé afar ótryggt fyrir stuðningsmenn Odinga. Meira »

Kæra vegna Paul Ramses hefur ekki borist ráðuneyti

8.7.2008 Fundi allsherjarnefndar Alþingis var að ljúka. Á honum kom meðal annars fram að kæra vegna máls Paul Ramses hefur ekki borist dómsmálaráðuneytinu. Komi hún þangað mun hún verða tekin til gaumgæfilegrar skoðunar. Meira »

Viljum fá að vera áfram

8.7.2008 „Von okkar og bæn er sú að við fáum að dveljast hér áfram,“ segir Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Keníamannsins Pauls Ramses sem Útlendingastofnun vísaði úr landi á fimmtudag í síðustu viku. Rosemary, sem fengið hefur þau boð að henni verði einnig vísað úr landi, er enn í óvissu um hvenær verði af því. Meira »

Óvissuástand hjá Paul Ramses

7.7.2008 Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Paul Ramses Odour, sem var vísað úr landi af Útlendingastofnun sl. fimmtudag, segir að enn ríki mikil óvissa varðandi framtíðina og örlög fjölskyldunnar. Rosemary ræddi síðast við eiginmann sinn í gær og segir að hann eigi fund með ítölsku lögreglunni í dag. Meira »

Munu ræða mál Ramses

7.7.2008 „Það kom ósk frá flokki Vinstri grænna um að það yrði haldinn fundur í allsherjarnefnd um málið, bæði út af þessu tiltekna máli og eins vegna málefna hælisleitenda almennt,“ segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um fyrirhugaðan fund nefndarinnar um mál Keníamannsins Paul Ramses, sem Útlendingastofnun vísaði af landi brott fyrir helgi, vegna ólögmætrar dvalar hér á landi. Meira »

Ramses farinn af flugvellinum

4.7.2008 Búið er að flytja Paul Ramses frá flugvellinum að nokkurs konar búðum þar sem fleiri í svipaðri aðstöðu og hann búa. Ítalska lögreglan virtist hissa þegar íslensku gæslumennirnir afhentu hann þarlendum yfirvöldum á flugvellinum. Meira »

Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu

4.7.2008 Ítalir veittu Paul Ramses vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið og er það rangt að Ítalir beri ábyrgð á málinu vegna millilendinga þar í landi eins og ítrekað hefur komið fram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Útlendingastofnun hefur sent frá sér vegna máls Ramses og fjölskyldu hans sem hefur verið mjög í umræðunni. Þar kemur fram að Ramses hafi ekki verið handtekinn á heimili sínu líkt og fram hefur komið. Meira »

Ráðherra viðurkenni mistök

4.7.2008 Um eitthundrað manns stóðu fyrir utan Dómsmálaráðuneytið í hádeginu og mótmæltu því að Kenyamaðurinn Paul Ramses hefði verið sendur úr landi. Meira »

Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses

4.7.2008 Settur hefur verið á netið undirskriftarlisti til stuðnings Paul Ramses sem gert var að yfirgefa landið í gærmorgun. Honum var fylgt af lögreglu til London og þaðan mun hann halda til Ítalíu. Kona Ramses og mánaðargamall sonur eru enn hér á landi. Meira »

Fjölskyldu fleygt úr landi

4.7.2008 „Ég vona að Paul komi aftur til Íslands því hér þekkjum við margt fólk. Ef hann verður á Ítalíu fer ég þangað,“ segir Rosemary Atieno Odhiambo, eiginkona Paul Ramses sem sendur var til Ítalíu í gær. Hún segist ekki vita hvar hann sé niðurkominn og er uggandi yfir að hann verði sendur frá Ítalíu til Keníu því þá hittist þau ekki aftur því hann sé á dauðalista. Meira »

Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið

3.7.2008 Skipulögð hafa verið mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið á hádegi á morgun þar sem skorað er á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Meira »

Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap

3.7.2008 Íslandsdeild Amnesty International hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að íslensk yfirvöld endurskoði ákvörðun sína um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál Paul Ramses Oduor frá Kenía sem sótti um hæli hér á landi. Með bréfinu fylgdi ítarleg skýrsla Amnesty International um aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu. Meira »

Eiginkona Ramses ólöglega í landinu

3.7.2008 Haukur Guðmundsson, settur forstjóri Útlendingastofnunnar, segir að eiginkona Keníamannsins Paul Ramses dveljist ólöglega í landinu, og því hafi ekki verið hægt að skoða beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi með hliðsjón af fjölskylduaðstæðum. Að óbreyttu verður konu Ramses vísað úr landinu ásamt barni þeirra. Meira »

Mótmæla meðferð á flóttamanni

3.7.2008 Samtökin AUS, Alþjóðleg ungmennaskipti, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla þeirri meðferð sem þau segja Paul Ramses, pólitískan flóttamann frá Kenía, hafa hlotið af hálfu Útlendingastofnunar. Meira »