Primera Air gjaldþrota

Arion tapaði 3 milljörðum á Primera

13.2. Arion banki færði niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrots flugfélagsins Primera Air, sem var í viðskiptum hjá bankanum. Rekstrarerfiðleikar og gjaldþrot flugfélagsins eru einkum sögð skýra þann samdrátt sem varð á hagnaði bankans á milli áranna 2017 og 2018. Meira »

Tíu milljarða kröfur á Íslandi

14.1. Tugir kröfuhafa lýstu alls tíu milljarða króna kröfum í þrotabú Primera Air á Íslandi, sem varð gjaldþrota í október síðastliðnum, en frestur til þess að lýsa kröfum í búið er útrunninn. Meira »

Gaf engin fyrirheit um lán

13.12. Fram kemur í yfirlýsingu frá Arion banka að þó að viðræður hafi verið í gangi hafi hvorki lánsloforð né fyrirheit um lánveitingu til flugfélagsins Primera Air legið fyrir áður en flugfélagið fór í þrot, en í frétt Viðskiptablaðsins í dag er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, sem stýrði félaginu, að það væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt brúarfjármögnun líkt og staðið hafi til. Meira »

4,6 milljónir og einn bíll í búinu

24.10. Aðeins 250 þúsund danskar krónur og einn bíll er það sem skiptastjórar í búi Primera hafa fundið við uppgjör þess. Líklegt er miðað við þessa stöðu að þeir loki þrotabúinu fljótlega þar sem engir peningar eru til að greiða laun fyrir uppgjör búsins. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

16.10. Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Arion með aukin veð í eignum Andra

14.10. Ferðavefurinn Túristi kveðst hafa heimildir fyrir því að Arion banki nú fengið allsherjarveð í eignum Primera Travel Group, það er húseign Heimsferða, vörumerkjum Heimsferða og Terra Nova og lénum ferðaskrifstofanna. Arion banki var einn af viðskiptabönkum Primera Air og sendi frá sér afkomuviðvörun eftir að Primera Air fór fram á greiðslustöðvun í byrjun mánaðarins. Meira »

Kaupir ferðaskrifstofur Primera

13.10. Travelco hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group og tekið yfir skuldir við Arion banka. Travelco er nýtt eignarhaldsfélag og er Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, stærsti hluthafi félagins. Meira »

Umtalsverðar skuldir móðurfélags Primera

11.10. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að staðan í þrotabúum flugfélagsins Primera Air, þ.e. Primera Air Nordic, sem skráð er í Lettlandi, og Primera Air Scandinavia, sem skráð er í Danmörku, sé slæm og lítið sé til skiptanna fyrir kröfuhafa. Meira »

Miklu meiri skuldir en eignir

9.10. Háar skuldir, margir lánardrottnar og lítið fé í peningakassanum. Þetta er staðan hjá Primera Air, segir einn af skiptastjórum þrotabús flugfélagsins, Morten Hans Jakobsen, í viðtali við fyens.dk. Meira »

Primera Air skilur eftir sig skuldaslóð

4.10. Flugfélagið Primera Air var umsvifalítið í millilandaflugi á Íslandi en engu að síður nema ógreidd lendinga- og farþegagjöld flugfélagsins háum upphæðum. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum Túrista. Meira »

Vinnumálastofnun hafnar ásökunum ASÍ

3.10. Vinnumálastofnun lýsir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ og þeim aðdróttunum og innihaldslausu ásökunum sem þar eru settar fram í garð stofnunarinnar í tengslum við starfsemi Primera Air Nordic. Meira »

Álag í símaveri vegna gjaldþrots

3.10. Samgöngustofa hefur þurft að fjölga starfsfólki í símsvörun frá því fregnir bárust af gjaldþroti Primera Air í fyrradag. „Það hefur verið töluvert álag í símsvörun og við þurftum að bæta við starfsfólki í þeirri deild,“ segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Meira »

Gagnrýna Vinnumálastofnun vegna Primera

3.10. Miðstjórn ASÍ harmar að Vinnumálastofnun hafi, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Flugfreyjufélags Íslands og ASÍ, látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva ólöglega starfsemi Primera Air Nordic hér landi. Starfsemin hafi nú stöðvast vegna greiðsluþrots félagsins. Meira »

Þrot félagsins sagt gríðarleg vonbrigði

3.10. Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, sem hætti starfsemi í gær eftir 14 ár í rekstri og óskaði eftir greiðslustöðvun, segir að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði. Meira »

„Ég veit ekki hvað ég á að gera“

2.10. Farþegar og jafnvel starfsfólk Primera Air voru strandaglópar á flugvöllum víða um heim eftir að tilkynnt var um greiðsluþrot flugfélagsins síðdegis í gær. Farþegar eru sagðir ósáttir við að ekki sé hægt að ná sambandi við skrifstofur Primera, síminn sé lokaður og ekki er hægt að komast inn á vefinn. Meira »

„Hefði þurft gríðarlega djúpa vasa“

2.10. Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, sem hætti starfsemi í gær eftir 14 ár í rekstri og óskaði eftir greiðslustöðvun, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði. Meira »

Verkfall þrátt fyrir greiðslustöðvun

2.10. Þrátt fyrir greiðslustöðvun Primera Air mun Flugfreyjufélag Íslands boða verkfall hjá ríkissáttasemjara í dag vegna flugfreyja um borð í vélum flugfélagsins sem hafa flogið með farþega til og frá Íslandi. Meira »

Staðan ekki séríslenskt fyrirbæri

2.10. „Við höfum auðvitað verið með samráðshóp starfandi frá því síðasta vor sem hefur það hlutverk að greina kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Þar er ekki aðeins um að ræða flugfélögin heldur einnig til að mynda orkufyrirtækin,“ segir forsætisráðherra spurð um stöðuna á íslenskum flugrekstrarmarkaði. Meira »

Í örvæntingu að skrapa saman peningum

2.10. Þúsundir breskra flugfarþega voru strandaglópar í Bandaríkjunum og í Evrópu í gærkvöldi vegna gjaldþrots flugfélagsins Primera Air. Meira »

Arion tapar háum fjárhæðum

2.10. Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna neikvæðra áhrifa á afkomu þriðja ársfjórðungs. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir,“ segir í tilkynningu. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljörðum króna. Hlutabréf hafa lækkað um 7,7%. Meira »

Vitum ekki hvenær við komumst heim

1.10. Greiðslustöðvun Primera Air-flugfélagsins hefur áhrif á þúsundir norrænna ferðalanga að því er fram kemur í norrænum miðlum nú í kvöld. Jyllandsposten hefur eftir dönskum ferðalöngum, sem eru strandaglópar á flugvelli í Grikklandi, að þeir viti ekki hvenær þeir komist heim. Meira »

Yfirlýsingagleði þrátt fyrir vandræðin

1.10. „Það er kostulegt að horfa aðeins nokkrar vikur til baka og sjá hve yfirlýsingaglaðir forsvarsmenn Primera Air hafa verið, þrátt fyrir vandræðin,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.is, og rifjar upp nýleg ummæli Andra Más Ingólfssonar, eiganda og forstjóra Primera Air Travel Group. Meira »

Geta átt kröfu á hendur Primera Air

1.10. Flugfarþegar geta átt kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega að því er fram kemur í frétt á vef Samgöngustofu. Meira »

Isavia tapar á gjaldþroti Primera Air

1.10. Isavia mun tapa einhverjum fjármunum á gjaldþroti Primera Air, en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið ekki tjá sig frekar um stöðu einstakra viðskiptavina gagnvart Isavia. Gera má þó ráð fyrir því að ógreidd lendingagjöld séu hluti af þeim fjármunum sem munu tapast. Meira »

Ákvörðun tekin í ljósi þungbærra áfalla

1.10. Primera Air hefur staðfest þær fréttir að félagið muni fara fram á greiðslustöðvun á morgun og hætta allri starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrir skömmu. Meira »

Primera þakkar farþegum hollustuna

1.10. Primera Air hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að félagið muni hætta starfsemi frá og með morgundeginum, 2. október, en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag mun félagið leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti á morgun. Meira »

Kyrrsettu a.m.k. eina vél

1.10. Að minnsta kosti ein flugvél frá flugfélaginu Primera Air hefur verið kyrrsett á Stansted-flugvellinum í Lundúnum vegna ógreiddra lendingargjalda. Flugfélagið er í eigu Andra Más Ingólfssonar. Þetta kemur fram í frétt á Aviation24.be. Meira »

Primera Air gjaldþrota

1.10. Primera Air mun leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti á morgun. Þetta er fullyrt í frétt á vef Aviation24.be.  Meira »