Umtalsverðar skuldir móðurfélags Primera

Primera Air.
Primera Air.

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að staðan í þrotabúum flugfélagsins Primera Air, þ.e. Primera Air Nordic, sem skráð er í Lettlandi, og Primera Air Scandinavia, sem skráð er í Danmörku, sé slæm og lítið sé til skiptanna fyrir kröfuhafa.

Móðurfélagið, Primera Air ehf., var einnig tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku og staðan þar virðist sömuleiðis vera slæm.

„Það er verið að kalla eftir upplýsingum frá fjármálastofnunum og öðrum aðilum sem geta gefið upplýsingar um eignir. Það eru ekki öll kurl komin til grafar hvað það varðar. Ef miðað er við gjaldþrotabeiðni félagsins sjálfs má búast við kröfulýsingum upp á á annan tug milljarða króna,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrotabús Primera Air ehf., í samtali við ViðskiptaMoggann.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir