Skaftárhlaup í ágúst 2018

Óvissustigi vegna Skaftárhlaups aflétt

13.8. Óvissustigi vegna Skaftárhlaups sem er yfirstaðið hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef almannavarna.  Meira »

Veðurstofan segir hlaupinu lokið

9.8. Sérfræðingur í náttúruvám hjá Veðurstofu Íslands segir að miðað við þeirra mæla sé rennsli í Skaftá nú orðið eðlilegt miðað við árstíma. Því sé Skaftárhlaupi lokið. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á svæðinu segir aðgerðum lokið á svæðinu að mestu. Meira »

500 milljarðar lítra til sjávar

8.8. Skaftárhlaup sem nú stendur yfir er það rúmmálsmesta frá því mælingar hófust. Síðan hlaup hófst á föstudag hafa um 500 milljarðar lítra vatns runnið til sjávar úr Skaftá. Meira »

Þjóðvegurinn um Eldhraun opnaður

8.8. Þjóðvegur eitt um Eldhraun hefur verið opnaður almennri umferð á ný. Vegkaflinn hefur verið lokaður síðan á laugardag vegna vatns sem hefur flætt inn á veginn úr Skaftárhlaupi. Í tilkynningu segir að enn flæði vatn yfir veginn en hafi þó sjatnað nægilega til að hleypa almennri umferð þar í gegn. Meira »

Mikið vatn í Grenlæk

8.8. Rennsli Skaftár við Sveinstind fer nú mjög minnkandi og var nærri 400 m3/s á hádegi í gær en mældist laust eftir miðnætti um 250 m³/s. Meira »

Nær öruggt að fé hefur drepist

8.8. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir nær öruggt að fé hafi farist í Skaftárhlaupinu en hversu margt sé nær ómögulegt að segja að svo stöddu. Meira »

Vegurinn vonandi opnaður á morgun

7.8. Töluvert hefur dregið úr vatnsflaumi sem flætt hefur yfir þjóðveg eitt í Eldhrauni vegna hlaups í Skaftá. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að vatn hafi töluvert sigið nú síðdegis og í kvöld. Meira »

Rennsli í byggð fer minnkandi

7.8. Rennsli Skaftár við Sveinstind fer nú mjög minnkandi og var nærri 400 m3/s á hádegi í dag. Rennsli í byggð fer einnig minnkandi og mun draga úr vatnsmagni í Skaftá næstu daga. Hins vegar er vatnsmagn í Grenlæk og Tungulæk enn að aukast. Meira »

Þjóðvegur um Eldhraun ekki opnaður í dag

7.8. Vatnflaumur á þjóðvegi eitt í Eldhrauni hefur aukist frá í gær, þvert á það sem vonast var til. Ekki er búist við að vegurinn verði opnaður almennri umferð í dag. Ýmsar leiðir eru til skoðunar hjá Vegagerðinni. Meira »

Rennslið áfram í rénun

7.8. Þjóðvegur eitt um Eldhraun er áfram lokaður vegna Skaftárhlaups en hjáleið er um Meðallandsveg. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að hægt og rólega dragi úr hlaupinu og að nokkrir sólarhringar séu í að áin nái eðlilegu rennsli. Meira »

Megn brennisteinslykt við Múlakvísl

7.8. Megn brennisteinslykt var við Múlakvísl í gær og gasmælir Veðurstofunnar mældi brennisteinsvetni þar í gærkvöldi. Mælst er til þess að stöðva ekki við ána og halda sig frá lægðum í landslaginu í námunda við farveginn. Meira »

Þjóðvegur um Eldhraun lokaður í nótt

6.8. Útlit er fyrir að 500 metra kafli á þjóðvegi eitt í Eldhrauni verði lokaður í nótt. Vatnselgurinn á veginum hefur ekkert minnkað þrátt fyrir aðgerðir Vegagerðarinnar. Svæðið verður mannað í nótt og mun starfsmaður áfram veita ráðleggingar til ökumanna sem hyggjast keyra gegnum vatnið. Meira »

Vegurinn opinn fyrir stærri bíla

6.8. Þjóðvegur eitt um Eldhraun er nú opinn fyrir rútur og vel útbúna bíla. Veginum var lokað í morgun eftir að vatn úr Skaftárhlaupi flæddi inn á veginn og er hann enn lokaður fólksbílum. Eitt umferðaróhapp hefur orðið á hjáleiðinni um Meðallandsveg. Meira »

Vatnsflaumurinn fer minnkandi

6.8. Þjóðvegur eitt í Eldhrauni, vestan við Kirkjubæjarklaustur, er enn lokaður vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir um 500 metra vegarkafla. Mjög mikið af vatni hefur safnast upp norðan við þjóðveginn. Vegagerðin hefur opnað rás við veginn til að hjálpa vatninu að renna frá. Meira »

Þjóðveginum um Eldhraun lokað

6.8. Þjóðveginum um Eldhraun, vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur, hefur verið lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn á um 500 metra kafla. „Þjóðvegurinn er að skemmast og það styttist í að hann rofni,“ segir Guðmundur Kristján Ragnarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni í Vík. Meira »

Vatn flæðir yfir þjóðveginn

6.8. Jökulvatn úr Skaftárhlaupi er farið að flæða yfir þjóðveg eitt í nágrenni við útsýnisstaðinn í Eldhrauni í Skaftárhreppi. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund. Vegagerðin er væntanleg á staðinn. Meira »

Ný brú yfir Eldvatn í pípunum

5.8. Brúin yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu hefur verið í sviðsljósinu í Skaftárhlaupinu sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag, þar sem óvíst þykir hvort hún standi af sér hlaupið. Ný brú yfir Eldvatn er í smíðum og er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin næsta sumar. Meira »

Afleggjari rofinn vegna hlaupsins

5.8. Afleggjari af þjóðvegi eitt inn að bænum Skál í Eldhrauni hefur verið rofinn til að hleypa vatnsflaumnum fram hjá þjóðveginum. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, var búist við að vegurinn rofnaði sjálfkrafa en er ljóst varð að svo yrði ekki var gripið til þessa ráðs. Meira »

„Eins eðlilegt og hamfarir geta orðið“

5.8. Jökulvatn úr Skaftá er farið að renna meðfram þjóðveginum í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs. „Þetta er eins eðlilegt og hamfarir geta orðið, ég sé ekkert sem hefur ekki gerst áður,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Vík. Meira »

Dregur úr rennsli Skaftár

5.8. Rennsli Skaftár við Sveinstind virðist hafa náð hámarki rétt eftir miðnætti og klukkan eitt í nótt stóð rennslið í rétt tæpum 1.600 rúmmetrum á sekúndu. Síðan þá hefur dregið úr rennslinu og mældist það 1.517 rúmmetrar á sekúndu klukkan þrjú og 1.471 rúmmetri á sekúndu klukkan fimm. Meira »

Streymir úr báðum Skaftárkötlum

4.8. Vatn er tekið að streyma í Skaftá úr Vestri-Skaftárkatli. Hlaupið í Skaftá, sem hófst í fyrradag, hefur hingað til komið úr eystri katlinum, sem hefur sigið um rúma 70 metra en að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings kemur oft fyrir að annar ketillinn hlaupi í kjölfar hins. Meira »

Söguðu vegrið Eldvatnsbrúar af

4.8. Lögreglumenn hafa brugðið á það ráð að saga vegrið af brúnni við Eldvatn. Í samtali við mbl.is segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að það sé gert til að minnka hættuna af því að áin hrífi brúna með sér. Meira »

Skaftárhlaup náð hámarki – Myndir

4.8. Rennsli Skaftár við Sveinstind í Öræfajökli virðist hafa náð hámarki. Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug yfir svæðið um áttaleytið í morgun og náði myndum af ánni sem hefur flætt yfir bakka sína. Meira »

Talsvert um að lokanir séu ekki virtar

4.8. Flætt hefur yfir veginn á einum stað þar sem lokanir eru í gildi vegna jökulhlaupsins sem hófst í gær úr Eystri-Skaftárkatli. Vegurinn upp í Skaftártungu við Búland og inn á Nyrðra-Fjallabak er lokaður eins og þegar hlaupið varð árið 2015 og verða lokanir í gildi á meðan hlaupið gengur yfir. Meira »

Vöxtur vel greinanlegur í Skaftá

4.8. Rennsli í Skaftá við Sveinstind er enn að aukast og mælist rennslið nú 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni hefur ferillinn beygt af og er vatn farið að renna út í hraunið og því verði að taka rennslistölum með varúð. Meira »

Rennsli Skaftár í hámarki við Sveinstind

4.8. Rennsli Skaftár við Sveinstind mældist 1.291 rúmmetri á sekúndu í morgunsárið og er komið í hámark að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin brennisteinsmengun hefur mælst við Sveinstind. Meira »

Engin gasmengun í Hólaskjóli

3.8. Mælingamenn Veðurstofunnar mældu enga brennisteinsmengun við Hólaskjól þegar þangað var komið um klukkan tíu í kvöld. Menn voru sendir þangað vegna þess að tilkynning barst um að brennisteinsmengun hefði mælst á mæli í skála á svæðinu. Meira »

Brennisteinslykt finnst í Skaftártungu

3.8. Skaftá hefur flætt yfir bakka sína við bæinn Búland í austanverðri Skaftártungu, töluvert á undan áætlun. Þegar mbl.is ræddi við Auði Guðbjörnsdóttur bónda á bænum átti hún von á að áin flæddi yfir bakka sína um tíuleytið í kvöld en ljóst að vatnsflaumurinn er á undan áætlun. Meira »

Rýming á lokametrunum

3.8. Vel hefur gengið að rýma svæði í nágrenni Skaftár. Búið er að finna gönguhópa sem leitað var að og aðra einstaka ferðamenn sem ekki var vitað um fyrr í dag. Vonast er til að rýmingu ljúki á næsta klukkutímanum. Meira »

Hlaupið vex hraðar en fyrir þremur árum

3.8. Fyrstu gögn frá Veðurstofu Íslands benda til þess að rennslisaukning Skaftárhlaups sé meiri en í stóru jökulhlaupi úr sama katli árið 2015. Hlaupið náði að brjótast undan jöklinum skömmu fyrir hádegi í dag, töluvert fyrr en mælingar gerðu ráð fyrir. Meira »