Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið

Ríkissjóður sem borgar

15.8.2014 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það sé óumdeilanlegt, og staðreyndirnar tali sínu máli um það að vinna allra rannsóknanefndanna hafi tekið mun lengri tíma og kostað mun meira en áformað var í upphafi. Meira »

Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna

15.9.2010 Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að því í skýrslu sinni að víða hefði pottur verið brotinn hvað hana varðar og hinu sama má finna stað í skýrslu þingmannanefndar. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni. Meira »

Takast á um tillögurnar

11.9.2010 Þingmannanefnd sem falið var að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gærkvöldi. Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna og formaður nefndarinnar, sagðist ekki geta sagt hver niðurstaðan væri, en staðfesti að nefndin kæmi saman í dag til að ræða lokafrágang og önnur formsatriði. Meira »

Jóhanna beitti þrýstingi

10.9.2010 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti Björgvin G. Sigurðsson, fv. viðskipta- og bankamálaráðherra, sl. þriðjudagskvöld til þess að vera jákvæður ef niðurstaða þingnefndar yrði sú að leggja til að Alþingi gæfi út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Geirs. H. Haarde. Meira »

Segja Alþingi hafna niðurstöðu rannsóknarskýrslu

9.9.2010 Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega að samþykkt Alþingis um fjármál stjórnmálasamtaka. Segja þeir þetta mál skýrt dæmi um að Alþingi ætli ekki að taka tillit til vinnu Rannsóknarnefndar Alþingis og þeirra niðurstaðna sem fram koma í skýrslu hennar. Meira »

Líkur á landsdómi

9.9.2010 Þingmannanefnd sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannsóknarskýrslu Alþingis stefnir að því að gera grein fyrir störfum sínum um helgina, líklega á laugardag kl. 17.00. Meira »

Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni

5.9.2010 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, telur rannsóknarskýrslu Alþingis vera afar gott og vel unnið verk og hún hafi alls ekki fengið þá umfjöllun sem hún eigi skilið. Hann segir merkilegt að allir þeir sem kallaðir voru til skýrslutöku telji að þeir hafi ekki brotið af sér. Meira »

Þingmannanefnd skilar brátt áliti

1.9.2010 „Við erum á fullu kafi í vinnu og erum búin að vera það síðustu tvær vikur. Við erum enn að og stefnum að því að ljúka okkur af vonandi í næstu viku,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um hvenær vænta megi álits nefndarinnar. Meira »

Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar

30.8.2010 Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna afgreiðslu frumvarps til laga um um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda út úr allsherjarnefnd í morgun. Telja þeir að stjórnmálamönnum sé um megn að læra eitthvað af hruninu. Meira »

Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk

20.8.2010 Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með því að setja á fót Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meira »

Kynnir rannsóknarskýrsluna fyrir þingforsetum

19.8.2010 Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja er haldinn í Reykjavík í dag. Meðal annars mun Páll Hreinsson, hæstaréttardómari gera grein fyrir störfum rannsóknarnefndar Alþingis og hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Meira »

Þáttur háskólanna í hruninu rannsakaður

4.8.2010 Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að veita einni milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja rannsóknir á íslensku háskólakerfi og þætti þess í hruninu. Meira »

Fundað stíft frá og með 17. ágúst

21.7.2010 Þingmannanefnd Alþingis um rannsóknarskýrsluna stefnir að því að funda næst 17. ágúst næstkomandi.  Meira »

SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna

29.6.2010 Samband ungra sjálfstæðsimanna (SUS) hefur sent frá sér greinargerð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar kemu meðal annars fram að stjórn SUS setji sig ekki upp á móti því að einstaklingar eða fyrirtæki styrki stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokka. Ungir sjálfstæðismenn hafna öllum fullyrðingum um að hér á landi hafi frjálshyggjan kollvarpað kerfinu. Meira »

Umbótanefnd skilar af sér í október

7.6.2010 Umbótanefnd Samfylkingarinnar hefur nú komið saman til að skipuleggja þá vinnu sem framundan er næstu mánuði. Verkefni hennar er að gera úttekt á starfi og starfsháttum flokksins í aðdraganda bankahrunsins 2008. Umbótanefndin mun skila af sér áliti í október. Meira »

„Ekki í mínum verkahring"

7.6.2010 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið nein tölvupóstsamskipti milli hennar og seðlabankastjóra. Hún segist hafa vitað af áhyggjum Más um að lækka mikið í launum en það var alveg skýrt af hennar hálfu að það væri ekki í hennar verkahring að hafa afskipti af því. Meira »

DV: Slóð Ólafs í Al-Tahini fléttunni falin

7.6.2010 DV birtir í dag símtal Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar fyrrverandi starfsmanns fyrirtækjasviðs Kaupþings og Lilju Steinþórsdóttur í innri endurskoðun bankans í ársbyrjun 2009, nokkrum mánuðum eftir hrun bankans, þar sem þau ræða kaup Al-Tahini á 5% hlut í Kaupþingi. Þar kemur fram hvernig slóð Ólafs Ólafssonar, eiganda Samskipa er falin. Meira »

ÍLS segir skýrslu Alþingis ekki standast skoðun

4.6.2010 Í greinargerð Íbúðalánasjóðs vegna rannsóknarskýrslu Alþingis er gagnrýnd sú niðurstaða að breytingar á útlánareglum ÍLS 2004 hafi verið „með stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna“. Meira »

Ætla að fara í hart vegna kaupauka

15.5.2010 Yngvi Örn Kristinsson og Steinþór Gunnarsson, sem báðir eru fyrrverandi framkvæmdastjórar Landsbankans, ætla í hart við slitastjórn bankans vegna þess að launakröfum þeirra var hafnað. Meira »

Riftun vegna 90 milljarða

15.5.2010 Slitastjórn Landsbankans er þessa dagana að senda út yfirlýsingar um riftunarmál á hendur ýmsum aðilum, þar á meðal á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans og öðrum fjármálastofnunum. Þær fjárhæðir sem verið er að krefjast endurheimta á eru í kringum 90 milljarðar króna. Meira »

Faglegur grundvöllur stjórnsýslu veikur

7.5.2010 Starfshópur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að hinn faglegi grundvöllur stjórnsýslunnar sé veikur, ekki bara vegna ómarkvissra pólitískra inngripa í störf hennar heldur einnig vegna smæðar eininga hennar, persónutengsla og ónógrar áherslu á faglega starfshætti. Meira »

Samþykkt að fara yfir stjórnkerfi borgarinnar

6.5.2010 Tillaga Þorleifs Gunnlaugssonar borgarráðsfulltrúa VG um rannsókn á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í borgarráði í dag. Meira »

Metsölurit fáanlegt á ný

3.5.2010 Upplag þriðju prentunar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur í verslanir í dag en fyrri tvær prentanir skýrslunnar seldust upp. Í þriðju prentun voru prentuð 2000 eintök. Skýrslan hefur verið mest selda ritið í bókaverslunum frá því hún kom út þann 12. apríl. Meira »

Black: Bankarnir sekir um glæpi

2.5.2010 Bandarískur lögfræðingur, William Black, sem sérhæfir sig í hvítflibbaglæpum, segir að rannsóknarskýrsla Alþingis sé ágæt og í sumum tilvikum mjög góð. Hins vegar vanti upp á sé að réttra spurninga sér spurt. Kennslubók í því hvernig stóru bankarnir þrír ástunduðu bókhaldsbrot og svik. Starfsemi bankanna hafi ekki verið neitt annað en svikamylla (Ponzi-like scheme). Black var gestur í Silfri Egils í dag. Meira »

Gylfi: Bankaræningjar í sparifötum

1.5.2010 Rannsóknarskýrsla Alþingis vitnar á átakanlegan hátt um það hvernig bankaræningjar í sparifötum fóru með þær mikilvægu stofnanir í samfélaginu sem bankarnir eru, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ í ávarpi sínu í Vinnunni í dag, 1. maí, baráttudegi launafólks. Meira »

Flestir ánægðir með rannsóknarskýrsluna

1.5.2010 Landsmenn eru flestir ánægðir með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Margir fylgjast með umfjöllun um hana og nefndin nýtur trausts. Nær allir sem svöruðu í könnuninni töldu mikilvægt að nefndin hefði verið skipuð. Meira »

Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna

30.4.2010 Besti flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa ef kosið væri nú til borgarstjórnar ef marka má Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn fjóra líkt og Besti flokkurinn. VG fengi tvo borgarfulltrúa en hvorki Framsóknarflokkurinn né framboð Ólafs F. Magnússonar fengju borgarfulltrúa kjörinn samkvæmt könnuninni. Meira »

Vilja rannsókn á sparisjóðunum

28.4.2010 Aðalfundur Samfylkingarfélags Borgarbyggðar, sem haldinn var í kvöld, skorar á þingmannanefnd Alþingis, sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að hefja án tafar rannsókn á aðdraganda og falli sparisjóðanna í landinu. Meira »

Áttu að vita betur en að auka útlán Íbúðalánasjóðs

26.4.2010 Félagsmálaráðherra hlustaði ekki á aðvaranir Seðlabankans og fjármálaráðherra breytti gegn betri vitund þegar vextir voru lækkaðir og hámarkslán hækkuð hjá Íbúðalánasjóði. Meira »

Ráðstefna um hrunskýrslu

24.4.2010 Háskólarnir á Akureyri, Bifröst og í Reykjavík halda sameiginlega ráðstefnu í Reykjavík og á Akureyri um helgina þar sem átján sérfræðingar skólanna leitast við að svara þeim spurningum sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vekur. Meira »