Veiðimaður vikunnar

Stulli um eldislaxinn „Skrifað í skýin“

21.9. Sturla Birgisson, rekstraraðili Laxár á Ásum og matreiðslumeistari er veiðimaður vikunnar. Raunar myndu margir veiðimenn segja að hann væri veiðimaður sumarsins, eftir dramatíska veiðiferð í Vatnsdalsá um mánaðamótin ágúst september. Meira »

Færri laxakallar - fleiri ungir menn

13.9. Hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon eru veiðimenn vikunnar. Þau verða vör við þá strauma sem eru í gangi. Breskum veiðimönnum er að fækka en ungir silungsveiðimenn frá Skandinavíu og Mið-Evrópu koma í staðinn. Meira »

„Ég veiði líka litla fiska“

5.9. Veiðimaður vikunnar er stórveiðimaður. Í orðsins fyllstu merkingu. Hann er danskur og heitir Nils Folmer Jorgensen. Hann hefur veitt á Íslandi í sextán ár og telur Ísland einfaldlega besta kostinn þegar kemur að laxveiði í heiminum. Meira »

Haugurinn kynnir Klakann í vetur

22.8. Það er enginn annar en Haugurinn sem er veiðimaður vikunnar að þessu sinni. Þetta er hann Sigurður Héðinn, skapari Haugsins, Vonarinnar og Skugga. Hefur raunar hannað á fjórða tug laxveiðifluga í gegnum tíðina. Meira »

Orðinn meiri björn en blettatígur

15.8. Hann hefur verið viðloðandi Laxá í Mývatnssveit í tæp þrjátíu ár. Veiðimaður vikunnar er Ólafur Haraldsson og hann er straumflugukall. Stærsti fiskurinn hans úr Mývatnssveitinni er 72 sentimetra urriði sem tók á sjálfu Mjósundinu. Meira »

Veiðigleðin kom eftir að 50 kíló fuku

9.8. Hann heitir Sigurður Staples og er veiðivörður og „altmuligman“ í Breiðdalsá og Jöklu. Hann er kallaður Súddi og hefur verið viðloðandi Breiðdalsá í rúma tvo áratugi. Súddi hefur létt sig um fimmtíu kíló frá því hann var hvað feitastur og um leið fundið aftur veiðigleðina. Meira »

Villimenn sem veiða og sleppa

1.8. Veiðimaður vikunnar er Villimaður. Einn af þremur sem er í hópnum sem kallar sig Villimenn og hafa verið að gera skemmtilega hluti á samfélagsmiðlum. Þeir hafa sent frá sér stutt myndbönd af veiði og fylgjendahópur þeirra er stór og vaxandi. Meira »

Fjórtán ára ástríðuveiðimaður

25.7. Veiðimaður vikunnar er fjórtán ára og er að læra að verða leiðsögumaður í Nesi við Laxá í Aðaldal. Hann heitir Hilmar Þór og er sonur staðarhaldarans. Hann segir leiðsögumenn verða að hafa mikla þekkingu, þolinmæði og ástríðu fyrir veiði. Meira »

Ísland er veiðiparadís

18.7. Veiðimaður vikunnar er Robert Nowak. Pólskur að uppruna en með íslenskt ríkisfang í dag og talar mjög góða íslensku. Hann starfar meðal annars sem leiðsögumaður við lax- og silungsveiðar ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki. Hann elskar sjóbleikjuveiði. Meira »

Alltaf þrír varalitir í veiðijakkanum

11.7. Harpa Hlín Þórðardóttir er veiðimaður vikunnar. Vörumerki Hörpu er varalitur og naglalakk. Hún birtir mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum í veiði og er alltaf stíf-varalituð og naglalökkuð. Meira »

Silungur er meiri áskorun en lax

4.7. Veiðimaður vikunnar að þessu sinni er veiði-Snapchat stjarnan Ólafur Tómas Guðbjartsson. Snappið hans ber heitið Dagbók urriða (dagbokurrida) og nýtur verulegra vinsælda. Flest snöppin hans eru frá silungsveiði en hann segist raunar veiða allt – allar tegundir fiska. Meira »

„Þetta verður stóra smálaxaárið“

25.6. Höskuldur B. Erlingsson, nýskipaður aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra er veiðimaður vikunnar. Hans heimavöllur er Húnavatnssýslunnar þar sem hann situr fyrir lögbrjótum og þess á milli leiðsegir veiðimönnum. Höskuldur hefur áhyggjur af tveggja ára laxinum en spáir miklum smálaxi. Meira »