Víkurkirkjugarður

Munu sækja bætur af fullum þunga

19.2. „Það liggur ljóst fyrir að Minjastofnun er bótaskyld vegna skyndifriðunarinnar og það hefur alltaf komið skýrt fram af hálfu Lindarvatns að þær bætur verða sóttar af fullum þunga,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

18.2. Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

18.2. „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

18.2. Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

16.2. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Segir ákvörðun Minjastofnunar ólögmæta

9.1. „Það er augljóst að skilyrðin fyrir skyndifriðuninni eru ekki fyrir hendi,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, um skyndifriðun Minjastofnunar vegna hótelbyggingar við Víkurgarð. Meira »

Töldu að til stæði að breyta innganginum

9.1. Minjastofnun Íslands segir ástæðu skyndifriðunar Víkurkirkjugarðs þá að ljóst hafi verið að framkvæmdaaðilar hótelsins við Austurvöll hafi ekki ætlað „að breyta inngangi hótelsins eins og Minjastofnun hafði lagt til og hafði ástæðu til að ætla að hefði verið samþykkt“. Meira »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

19.11. Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

18.11. Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

18.11. „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Mælingar fornleifafræðinga standa yfir

15.11. Mælingar hafa staðið yfir á þeim kistuleifum sem fundust í lagnaskurði í Víkurgarði í fyrradag. Eftir það verður grafið þar yfir. Næstu daga og vikur tekur hefðbundið framkvæmdaeftirlit við, að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

14.11. Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Borgarlögmaður hafnar rökum Minjastofnunar

13.11. Reykjavíkurborg leggst gegn tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðborg Reykjavíkur.  Meira »

Engar framkvæmdir í Víkurgarði

29.9. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður, segir í athugasemd frá eiganda Landsímareitsins, Lindarvatni. Meira »

Segja gróðasjónarmið ráða för

25.9. Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Friðrik Ólafsson stórmeistari, afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorun í dag þar sem lagst er gegn byggingu hótels í Víkurgarði. Meira »

Samþykktu tillögu um Landssímareit

23.11.2017 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag deiliskipulagstillögu Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Víkurgarður ræddur í borgarráði

23.11.2017 Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag. Meira »

Umræðan á villigötum

8.5.2016 Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur, sem hefur umsjón með rannsókninni á Landssímareitnum, segir umræðuna um uppgröftinn á villigötum. Meira »

Horfum ekki á hótelið með eftirsjá

27.4.2016 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem stendur að framkvæmdunum á Landssímareitnum, telur ólíklegt að tillaga um stöðvun framkvæmda vegna minja á reitnum verði samþykkt. Borgarfulltrúi vill ekki þurfa að sjá eftir því að hafa ekki staldrað við. Meira »

Erfitt að sjá það sem blasti við

27.4.2016 Erfitt var að sjá það sem blasti við undir malbikinu á Landsímareitnum svokallaða eftir mikið jarðrask frá fyrri tíð. Fyrra jarðrask og framkvæmdir höfðu fjarlægt og rutt því til sem þar var og á að einnig við um Fógetagarðinn. Meira »

Varpa ljósi á fyrri tíð og menningu

27.4.2016 Ef vel er að verki staðið munu rannsóknir varpa skýrara og jafnvel nýju ljósi á fyrri tíð og menningu.  Meira »

Telur tillöguna byggða á misskilningi

20.4.2016 Stjórnandi forleifauppgraftrar á bílastæði Landsímahússins telur tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar í gær, vera byggða á misskilningi og sér ekki ástæðu til að hverfa frá byggingaráformum á reitnum á þeim forsendum. Meira »