Þór Sigfússon: Fjárfestir meira í heilsunni nú en áður

Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Sjávarklasanna hugsar vel um heilsuna. Hann hreyfir sig mikið og borðar mikið af banönum. Hann passar sig á að borða alls ekki of mikið af neinu. Fyrir nokkrum árum fór Þór að taka inn kollagen því hann fann fyrir þurrki í húðinni og líka fyrir liðina. Eftir að hafa tekið inn kollagenið í nokkur ár finnur hann fyrir því ef hann tekur það ekki inn. 

En hvernig skyldi hann taka kollagenið inn?  

Þór er ekkert að flækja hlutina og er alls ekki með einhverja glans-uppskrift þegar kemur að sínum kollagen-drykk heldur blandar kollagenið í vatn og drekkur. 

mbl.is