90% af verkjunum hurfu með ísböðum

Rafn Franklín Hrafnsson ræðir við Andra Iceland í þætti sínum …
Rafn Franklín Hrafnsson ræðir við Andra Iceland í þætti sínum 360° Heilsa.

Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari er með hlaðvarpið 360° Heilsa. Í þessum segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland eins og hann er kallaður, hvernig líf hans tók U-beyjgu með því að byrja að kæla.

„Andri er ansi magnaður maður sem hefur mikla sögu að segja. Hann gjörbreytti lífi sínu með ísböðum, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Andri hafði verið búinn að glíma við langvarandi bak- og taugaverki frá ungum aldri eftir slys sem olli taugaskaða í bakinu á honum. Þessir verkir lögðust þungt á hann andlega og líkamlega og fyrir 4 árum var hann við það að gefast upp og hugsaði að auðveldast væri bara að „stimpla sig út“ eins og hann orðar það. Á þessum sama tíma kynnist hann, fyrir hálfgerðri tilviljun, ísböðum og um það bil þremur vikum eftir dagleg ísböð og öndunaræfingar voru 90% af verkjunum hans horfin. Í dag er hann svo gott sem verkjalaus og hefur algjörlega snúið lífi sínu við. Andri hefur í kjölfarið tileinkað sér nýja sín á lífið og ansi aðdáunarvert hugarfar sem ég tel að fleiri mættu tileinka sér. Í þættinum spjöllum við um söguna hans, allt sem viðkemur ísböðum, hugarfar, streitu og margt fleira,“ segir Rafn Franklín, spurður um þáttinn. 

Hægt er að hlusta á hann í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is