Hjónabandið oft hangið á bláþræði vegna innkaupa

Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu og uppistandari er búin að búa í sömu íbúðinni í 22 ár ásamt eiginmanni sínum, Gylfa Björnssyni sjónfræðingi. Íbúðin er þó allt öðruvísi en fyrir 22 árum eða fimm árum því Anna Þóra þarf mikið að færa til hluti. 

Þegar Kórónuveiran geisaði sem mest opnaði Anna Þóra Port 10 heima hjá sér, svo hún gæti haldið uppteknum hætti á eigin heimili þegar hennar uppáhaldsbar, Port 9, var lokaður. Í Port 10 er þessi fíni leðursófi, tafl og boðið upp á kalda drykki nánast allan sólarhringinn. 

mbl.is