Treystir ekki kærastanum

Það er erfitt að fara inn í sambönd þegar maður …
Það er erfitt að fara inn í sambönd þegar maður er með gömul sár sem á eftir að græða. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem elskar kærasta sinn og er að reyna að eignast með honum barn hvað hún eigi að gera til að geta treyst honum. Hún er stöðugt með áhyggjur af því að hann sé að daðra við aðrar konur á netinu.

Sæl.

Kærasti minn var í slæmu sambandi, hann var kúgaður og ekkert nógu gott sem hann gerði né sagði. Hann fór frá henni nokkur skipti en fór til baka vegna drengs sem þau eiga saman, voru saman í um 20 ár. En á þessum tíma leið honum illa. 

Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðrar við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?

Hann vissi ekki svarið. En talaði um spennuna við skrifin, það að tala á bak við tölvuna/símann. 

Getur verið að hann sé að gera þetta út af allri óhamingjunni sem hann upplifði í fyrri sambandi?

Hann leyfir mér alveg að skoða símann sinn þegar ég bið um það og hausinn minn er kominn á fullt. Eins sýnir hann mér mikinn kærleika, ást og umhyggju. Ég efast um að hann geri þetta aftur. Við erum að reyna að eignast barn. Hvað get ég gert til að hætta að hafa áhyggjur og láta hausinn ekki spila með mig í þessu? Ég á tvö sambönd að baki og í báðum þeirra var haldið fram hjá mér. 

Kær kveðja, X

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði …
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ X.

Gaman að heyra frá þér. 

Mér finnst þú flott að senda á mig bréfið. Mig langar að gera mitt besta til að breyta afstöðu þinni til nokkurra mála og fá þig í lið með mér að sjá að það er í raun verið að kalla þig til að vakna og vinna í nokkrum hlutum.

Til lukku með þennan fallega sálufélaga sem þú hefur fundið þér. Þú ert greinilega að finna ást og hamingju með honum.

Sálufélagar eru gjafir til okkar. Í raun speglar á það sem við þurfum að vinna í hverju sinni. Sambönd heila ef við erum tilbúin að líta á þau þannig, en þau eru sjaldnast fullkomin og sálufélagar geta farið með mann í talsvert spennandi ferðalög.

Þráhyggjan sem þú talar um sem þig langar að slökkva á mun ekki fara nema þú horfist í augu við nokkra hluti. Í raun er þetta ástand sem þú lýsir að mínu besta viti köllun til þín að hefja þessa vinnu sem þú ættir ekki að hika við að fara í.

því miður er ekki til nein einföld lausn í upphafi þessarar vinnu. Hún er skemmtileg og spennandi en þú getur ekki unnið hana ein með bók. Þegar maður er inni í rammanum þá er erfitt að sjá myndina sjálfur. Þess vegna ertu að senda á mig svo ég geti speglað til baka til þín það sem ég sé. Það er eitthvað við mig sem segir þér að ég gæti séð það sem þú ekki sérð og þannig er alltaf upphafið að þessu ferðalagi. Maður er leiddur áfram.

Til að við getum treyst öðrum, þurfum við að byrja á því að get treyst okkur sjálfum. Til þess að geta fundið okkur heiðarlega maka, þurfum við að æfa okkur í að vera heiðarlegar sjálfar. Skilurðu hvert ég er að fara? Ég kalla þetta að hækka tíðnina. 

Það eru nokkrir hlutir sem ég sé að þú fórst ekki í að gera áður en þú fórst í sambandið með kærastanum þínum. Í fyrsta lagi, hittust þið oft og kynntust hvort öðru raunverulega? Töluðuð þið um styrkleika ykkar og veikleika? Urðu þið vinir og ákváðuð reglur sem þið mynduð fara eftir í sambandinu?

Það eru nokkrir hlutir sem ég get sagt þér til að þú áttir þig á hvert ég er að fara. Kærastinn þinn lýsir frábærlega vel því sem var ekki gott í sambandinu sem hann var í áður. Hverjir voru styrkleikar fyrrverandi kærustu hans? Hverjir voru styrkleikar hans? En veikleikar? Hann átti 50% hlut í öllu sem gerðist í þeirra sambandi. Valdi að vera með henni og svo framvegis. Hverju var hann ekki tilbúinn að taka ábyrgð á hjá sér og þarf af leiðandi fór til baka án þess að vilja í samband við hana? 

Hann lýsir spennu við að fara á bak við þig og tala við konur á netinu. Því miður er ekki hægt að skella ábyrgð af þessu inn í hans kerfi á fyrrverandi konuna. Hún var einnig bara sálufélagi hans, gjöf til hans um að taka ábyrgð og læra. Hvað lærði hann af sambandinu? Hvað ætlar hann að halda áfram að gera? Hverju ætlar hann að hætta?

Verkefnið fyrir framan þig eins og ég sé það hjá þér er að þú lærir að taka ábyrgð á þér. Lærir að elska þig skilyrðislaust og lærir að rækta þig eins og þú getur. Þá verður þú tilbúin í gott og fallegt líf með þínum lífsförunaut. Ef þú kæmir til mín myndi ég skoða með þér æskuna þína, samband þitt við pabba þinn, ég myndi fá þig til að vera frábær við kærastann þinn en opna augun fyrir nokkrum hlutum sem hann er að reyna að kenna þér eins og ég nefni hér að ofan. Ég myndi fá þig til að skoða með mér styrkleika þína í samböndum, sárin sem þau vekja upp hjá þér. Ég myndi fá þig til að sjá hvar þú ert heiðarleg og hvar vantar upp á heiðarleikann gagnvart þér sjálfri. Þannig stæðir þú á tveimur sterkum fótum, í augnhæð við alla sem þú hittir á lífsleiðinni, með frið og kærleika í hjartanu tilbúin að takst á við öll þau verkefni sem lífið hefur upp á að bjóða fyrir þig.

Gangi þér vel mín kæra.  

Kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál