Treystir ekki kærastanum

Það er erfitt að fara inn í sambönd þegar maður ...
Það er erfitt að fara inn í sambönd þegar maður er með gömul sár sem á eftir að græða. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem elskar kærasta sinn og er að reyna að eignast með honum barn hvað hún eigi að gera til að geta treyst honum. Hún er stöðugt með áhyggjur af því að hann sé að daðra við aðrar konur á netinu.

Sæl.

Kærasti minn var í slæmu sambandi, hann var kúgaður og ekkert nógu gott sem hann gerði né sagði. Hann fór frá henni nokkur skipti en fór til baka vegna drengs sem þau eiga saman, voru saman í um 20 ár. En á þessum tíma leið honum illa. 

Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðrar við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?

Hann vissi ekki svarið. En talaði um spennuna við skrifin, það að tala á bak við tölvuna/símann. 

Getur verið að hann sé að gera þetta út af allri óhamingjunni sem hann upplifði í fyrri sambandi?

Hann leyfir mér alveg að skoða símann sinn þegar ég bið um það og hausinn minn er kominn á fullt. Eins sýnir hann mér mikinn kærleika, ást og umhyggju. Ég efast um að hann geri þetta aftur. Við erum að reyna að eignast barn. Hvað get ég gert til að hætta að hafa áhyggjur og láta hausinn ekki spila með mig í þessu? Ég á tvö sambönd að baki og í báðum þeirra var haldið fram hjá mér. 

Kær kveðja, X

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ X.

Gaman að heyra frá þér. 

Mér finnst þú flott að senda á mig bréfið. Mig langar að gera mitt besta til að breyta afstöðu þinni til nokkurra mála og fá þig í lið með mér að sjá að það er í raun verið að kalla þig til að vakna og vinna í nokkrum hlutum.

Til lukku með þennan fallega sálufélaga sem þú hefur fundið þér. Þú ert greinilega að finna ást og hamingju með honum.

Sálufélagar eru gjafir til okkar. Í raun speglar á það sem við þurfum að vinna í hverju sinni. Sambönd heila ef við erum tilbúin að líta á þau þannig, en þau eru sjaldnast fullkomin og sálufélagar geta farið með mann í talsvert spennandi ferðalög.

Þráhyggjan sem þú talar um sem þig langar að slökkva á mun ekki fara nema þú horfist í augu við nokkra hluti. Í raun er þetta ástand sem þú lýsir að mínu besta viti köllun til þín að hefja þessa vinnu sem þú ættir ekki að hika við að fara í.

því miður er ekki til nein einföld lausn í upphafi þessarar vinnu. Hún er skemmtileg og spennandi en þú getur ekki unnið hana ein með bók. Þegar maður er inni í rammanum þá er erfitt að sjá myndina sjálfur. Þess vegna ertu að senda á mig svo ég geti speglað til baka til þín það sem ég sé. Það er eitthvað við mig sem segir þér að ég gæti séð það sem þú ekki sérð og þannig er alltaf upphafið að þessu ferðalagi. Maður er leiddur áfram.

Til að við getum treyst öðrum, þurfum við að byrja á því að get treyst okkur sjálfum. Til þess að geta fundið okkur heiðarlega maka, þurfum við að æfa okkur í að vera heiðarlegar sjálfar. Skilurðu hvert ég er að fara? Ég kalla þetta að hækka tíðnina. 

Það eru nokkrir hlutir sem ég sé að þú fórst ekki í að gera áður en þú fórst í sambandið með kærastanum þínum. Í fyrsta lagi, hittust þið oft og kynntust hvort öðru raunverulega? Töluðuð þið um styrkleika ykkar og veikleika? Urðu þið vinir og ákváðuð reglur sem þið mynduð fara eftir í sambandinu?

Það eru nokkrir hlutir sem ég get sagt þér til að þú áttir þig á hvert ég er að fara. Kærastinn þinn lýsir frábærlega vel því sem var ekki gott í sambandinu sem hann var í áður. Hverjir voru styrkleikar fyrrverandi kærustu hans? Hverjir voru styrkleikar hans? En veikleikar? Hann átti 50% hlut í öllu sem gerðist í þeirra sambandi. Valdi að vera með henni og svo framvegis. Hverju var hann ekki tilbúinn að taka ábyrgð á hjá sér og þarf af leiðandi fór til baka án þess að vilja í samband við hana? 

Hann lýsir spennu við að fara á bak við þig og tala við konur á netinu. Því miður er ekki hægt að skella ábyrgð af þessu inn í hans kerfi á fyrrverandi konuna. Hún var einnig bara sálufélagi hans, gjöf til hans um að taka ábyrgð og læra. Hvað lærði hann af sambandinu? Hvað ætlar hann að halda áfram að gera? Hverju ætlar hann að hætta?

Verkefnið fyrir framan þig eins og ég sé það hjá þér er að þú lærir að taka ábyrgð á þér. Lærir að elska þig skilyrðislaust og lærir að rækta þig eins og þú getur. Þá verður þú tilbúin í gott og fallegt líf með þínum lífsförunaut. Ef þú kæmir til mín myndi ég skoða með þér æskuna þína, samband þitt við pabba þinn, ég myndi fá þig til að vera frábær við kærastann þinn en opna augun fyrir nokkrum hlutum sem hann er að reyna að kenna þér eins og ég nefni hér að ofan. Ég myndi fá þig til að skoða með mér styrkleika þína í samböndum, sárin sem þau vekja upp hjá þér. Ég myndi fá þig til að sjá hvar þú ert heiðarleg og hvar vantar upp á heiðarleikann gagnvart þér sjálfri. Þannig stæðir þú á tveimur sterkum fótum, í augnhæð við alla sem þú hittir á lífsleiðinni, með frið og kærleika í hjartanu tilbúin að takst á við öll þau verkefni sem lífið hefur upp á að bjóða fyrir þig.

Gangi þér vel mín kæra.  

Kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í gær Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í gær Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í gær „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »