Eyfi og Sandra ástfangin í 21 ár

Eyjólfur Kristjánsson og Sandra Lárusdóttir eru búin að vera saman …
Eyjólfur Kristjánsson og Sandra Lárusdóttir eru búin að vera saman í 21 ár. mbl.is/Styrmir Kári

Söngvarinn Eyjólfur Kristjánsson og Sandra Lárusdóttir, sem rekur snyrtistofuna Heilsa og útlit, eru búin að vera saman í 21 ár. Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann er kallaður, greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. 

„21 ár með þessari fallegu konu. Lífið verður vart mikið betra en akkúrat núna. Hlakka til að dekra þig í tilefni dagsins elsku Sandra mín,“ segir Eyfi. 

Eyfi komst fyrst í sviðsljósið þegar hann fór að spila með hljómsveitinni Bítlavinafélaginu. Áður en hann vissi af var hljómsveitin komin í hljóðver þar sem smellurinn, Þrisvar í viku, var tekinn upp. Svo má ekki gleyma Draumnum um Nínu sem keppti í Eurovison 1991. Lagið hljómar enn í partíum landsmanna og mun líklega vera spilað einhversstaðar um helgina. Hver veit? Eitt er þó víst að jakkarnir sem Eyfi og Stefán Hilmarsson klæddust þetta kvöld eru ennþá í fersku minni. Og líka hárbandið! Það gleymist seint. 

mbl.is