Vogin: Ástin verður betri en áður

Elsku Vogin mín,

sál þín er að eflast og orka móðurinnar er allt í kringum þig, svo þú tekur að þér allskonar, jafnvel fólk sem á bágt, eða verkefni sem þú þarft alls ekki að gera en þig langar að sýna móðurlegt eðli þitt.

Það er fullt tungl í þessu dásamlega merki  8. apríl og í kringum það tímabil sem er núna eflist næmni þín á hinum minnstu hlutum, orka þín róast og þú útbreiðir faðminn þinn eins og mamman gerir þegar börnin hennar koma heim.

Ef þú skoðar vel þá dreymir þig merkilega hluti og ert berdreymin. Svo það er gott fyrir þig að kasta fram spurningum áður en þú ferð að sofa og biðja um svar svo þegar þú vaknar þá muntu muna drauminn. Þú mátt ekki vakna  við vekjarahringingu eða annan snöggan hávaða, því þú þarft að vakna hægt og fara í gegnum það sem þig dreymdi, skrifa það strax niður og venja þig á að gera þetta sem oftast.

Lok mars eða byrjun apríl mun sýna þér vissar þrengingar, en það er eins og þú fáir eða nýtir þér þína spádómsgáfu til að koma þér út úr þeim erfiðleikum og þú munt hugsa og framkvæma hratt og örugglega þegar líða tekur á apríl.

Ástin verður betri en áður svo ekki loka á neitt í fljótfærni eins og Voginni einni er eðlilega lagið því í augnablikinu er ekkert eins og það sýnist.

Þú þarft svo sannarlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar svo mótaðu þær í jákvæðan farveg því illindi leiða af sér enn meiri illindi. Andaðu fjórum sinnum og teldu upp að tíu áður en þú segir eða gerir eitthvað í hasti.

Þetta eru dásamlegir tímar sem eru að umvefja þig og þetta verður eitt hið besta ár sem þú hefur lifað og þú ert að fá upp í hendurnar verkfæri til þess að gera það sem þú þarft. Það verður svo mikil rómantík hjá þér, hvort sem það er með þeim sem er nú þegar kominn inn í líf þitt eða fyrir þá sem eru að leita að sálufélaga setur rómantíkin svo fallegan eld allt í kringum þig og tilfinningar magnast því ástin elskar þig.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál