Steingeitin: Þú ert eins og O blóðflokkurinn

Elsku Steingeitin mín,

ég veit að lífið er langhlaup, sem getur gert þig dálítið pirraða á köflum. En þá get ég sagt þér að þú ert eins og O – blóðflokkurinn. Sá flokkur hann passar við alla blóðflokka og bjargar þar af leiðandi mörgum lífum og er svo mikilvægur í öllu sínu látleysi.

Það er svo mikið að gerast og þú ert að tengjast við fólk sem er svo öðruvísi en þú bjóst við myndi heilla þig. Þessu fylgir svo mikið fordómaleysi og þú lokar alveg á það að detta það í hug að dæma aðra.

Í þessu öllu er svo spennandi saga í kringum þig. Þú virðist vera búin að æfa þig að fara á þeim hraða sem aðrir í kringum þig eru á. Því þú ert að læra svo mikið af öðrum og öllu sem er að gerast í kringum þig að þú finnur eins og kærleikurinn renni í æðum þínum.

Þú miklar ekki fyrir þér hlutina, heldur stendur stöðug og þú breytir því sem þú getur breytt og sleppir því að hugsa um það sem þú getur ekki breytt.

Þú skalt hafa það sterkt í sálu þinni hverju þú ert virkilega búinn að áorka og ekki reyna að toppa sjálfan þig. Samheldni verður það sem einkennir og góðar fréttir sem þú hefur verið að bíða eftir eru á leiðinni.

Þér finnst þú þurfir að taka töluverða ábyrgð og í því felast ný tækifæri. Eftir sem á líður færðu meiri virðingu þó þú sért ekki endilega að kalla eftir henni. En þú ert kannski ekki búin að vera nógu öflug að sinna vinum þínum svo gefðu þeim tíma, það er allt sem þarf.

Þú endurskipuleggur svo margt til framtíðar og gerir samninga sem verða þér svo ábótasamir og það áttu virkilega skilið.

Ef þú ert á lausu þá þarftu að vera búin að ákveða hvort þú viljir langtíma samband og vera harðákveðin í því að þú nennir að gefa þig alla í það. Annars flöktirðu frá einu blómi til annars því þú ert stödd í stóru blómabeði.og það er úr mörgu að velja.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is