Vogin: Þú elskar að vera ástfangin

Elsku Vogin mín,

þú ert að sigra svo margt með litlum skrefum þó að sjálfsögðu viljir þú alltaf vera sá hástökkvari sem þú ert í raun. En þessi skref sem þú ert að taka núna eru að veita þér meiri ánægju en sjálft hástökkið.

Þú hefur verið að fagna mörgum litlum hlutum sem hafa gerst hjá þér. En þú hefur líka leyft þér að kvíða án þess að vita nákvæmlega hverju þú kvíðir. Við gætum sagt það væri týpísk Vog, en mín sannfæring að svo er ekki.

Þú ert með svo mörg ljós kveikt að þú sérð ekki alveg hvaða ljós skín skærast. Slepptu tökunum, þá veistu hvert þú átt að fara. Það eru engar stórar ákvarðanir eða atburðir í aðsigi, en það er eins og þú þurfir að skoða þú sért í fríi þó þú hafir ýmislegt að bralla. Svo þú þarft að leyfa þér að njóta og ekki synda alltaf á móti straumnum.

Bjartsýni þín og glaðværð skilar sér margfalt til baka því hamingjan er fylginautur þinn. En mundu líka það er mikilvægt að lifa bara einn dag í einu og skipuleggja þig ekki of langt fram í tímann, því lífið gerist bara.

Þú elskar að vera ástfangin og þegar þér finnst eitthvað hafa dofnað og þú ert ekki eins spennt fyrr ástinni og þú varst,  þarf ég að segja við þig að þá fyrst er hún í lagi, svo lærðu að meta kyrrláta ást. Þeir sem eru á lausu í þessu merki lenda í ævintýrum tengt ástinni á óvæntum stað, það verður svo dásamlega skemmtilegt.

Ég ætla að draga eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum og er mynd af þér þar sem þú situr úti í skógi með lófana útrétta og þetta spil táknar endurnýjun á öllu  því sem hug þinn, líkama og sál vantar.  Þarna tengir þig talan fjórir seem gefur þér þrjósku til að klára og ganga frá lausum endum. Það eru skilaboð á leiðinni til þín sem skipta miklu máli.

Knús og kossar, Sigga Kling

Frægir í Voginni: 

Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október

Steinn Steinarr, skáld, 13. október

Margareth Thatcher, 13. október

Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október

Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október

JóiPé, tónlistarmaður, 2. október

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, 19. október

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október

mbl.is