Vatnsberinn: Þú hefur svo margt í hendi þér

Elsku Vatnsberinn minn,

þótt þú hafir stundum þá tilfinningu að hlutirnir silist áfram ofurhægt og þú hafir ekki alveg gert það rétta þegar þú hafðir tækifæri til, þá um leið og þú viðurkennir það fyrir þér, seturðu allan þann kraft sem innra með þér býr til þess að standa upp og leiðrétta. Algjörlega sýna að þú ert sannur stjórnandi í þínu lífi. Þú átt eftir að geta hagað orðum þínum svo hárrétt við þá sem þú vilt og þarft að hafa áhrif á að orðin smella inn í sál þeirra sem þú þarft að heilla.

Þú hefur svo margt í hendi þér sem getur haft áhrif á miklu fleiri en þú gerir þér grein fyrir. Þér er svo annt um að snerta hjörtu og í apríl muntu sýna þú búir yfir hugrekki, kraft og auðmýkt. Og þú lætur ekki aðra sem eru að reyna að halda þér niðri hafa áhrif á þig.

Þú átt ekki að hopa eða að bakka með það sem þessi ólýsanlegi magnaði kraftur gefur þér af réttsýni. Að sjálfsögðu kemur fyrir á þessu ferðalagi að þú verðir uppgefinn og sérð bara svart. En það er eðlilegt, því að alveg sama hvað eða hverju maður er að berjast fyrir að það koma augnablik þegar maður veit ekki nákvæmlega fyrir hverju maður er að berjast. En þau augnablik verða styttri og styttri, því ljósin hinum megin við göngin munu birtast þér eins skjótt og elding.

Þessir tímar sem þú ert að fara í verður undirstaða þess sem þú ert að fara í næstu árin eða næstu margra ára. Svo þegar þú heyrir þú eigir að láta lítið láta fyrir þér fara og vera í einhverjum kassa sem hæfir þér ekki, muntu sjá svo skýrt að það eru ekki bandamenn þínir. Þú skalt vera hnarreistur þótt ýmislegt dynji á, því þú ert í sigurliðinu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is