Vogin: Verður í essinu þínu

Elsku Vogin mín, það er svo gott þú hafir í þínu eðli að vera sáttasemjari. Nýttu þér það bæði til þess að gefa eftir eða finna út hvernig hinn aðilinn sem þú ert að semja við gefi líka rétt eftir. Þú ert loftmerki og sumir segja að þú sért merkiloftmerki. En það þýðir að þú ert frumkvöðull í svo miklu fleiru en þú sérð sjálf. Þér líkar best að það sé hreinlega vindur úr öllum áttum, þá er enginn sáttari en þú. En þegar það er logn og þú heyrir ekkert nema tístið í sjálfri þér geturðu fundið fyrir þreytu sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Þú gefur öðrum geislandi innspýtingu og öll vinna sem leiðir til þess að þú sért verkstjóri verður unnin vel og vandlega. Ég hef hingað til ekki séð ósmekklega manneskju í vogarmerkinu, því snemma finnur hún sér sinn stíl. Og ef þér finnst þú sért ekki alveg að vinna nógu vel í að skapa þig eins töff og þú átt á skilið, þá opnaðu bara betur augun og skoðaðu hvernig þú varst hér áður fyrr. Því þú ert fyrir löngu búin að stela þínum stíl. Að sjálfsögðu ofhugsar svona manneskja, og það af fullum krafti. Og þess vegna þegar þú hefur marga hnúta að leysa, þá beinirðu huganum að þeim og tæklar þar af leiðandi ofhugsun sem þér finnst ekki vera þér til góða.

Sjarmatröllið þú ert að upplifa tímabil þar sem þú getur farið og gert allt. Þú sjarmerar alla upp úr skónum með þínum góða krafti, svo að allir vilja svo sannarlega fylgja þér. Þú veist nákvæmlega hvað þú vilt og hvert þú vilt fara.

Næstu sirka níutíu dagar verða svo skemmtilega óútreiknanlegir og munu koma þér svo mikið á óvart að þú verður í essinu þínu. Ást getur á þessu tímabili brotnað eða bognað. Því þú munt eiga það til að gleyma þínum heittelskaða eða þeim sem þig langar að töfra. Þú ræður hvað þú gerir í þessum efnum, að sjálfsögðu. En það væri gott fyrir þig að spekúlera og spá aðeins í það núna hvernig þú vilt hafa ástina á þeim tímum sem eru að birtast þér. Og að hugsa hana vel og sterkt inn í myndina, þá verður þetta leikur einn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál