Fiskarnir: Tími til að fagna

Elsku Fiskurinn minn, það eru ýmsir hlutir sem hafa verið stressandi og pirrandi og þú hefur alveg tekið inn í hjarta þitt. Þú hefur þá tilfinningu að þú komist ekki út úr vissum aðstæðum eða getir ekki lagað þær. Þessi tíðni er að snúa sér og þú átt eftir að hugsa: „Af hverju var ég að pirra eða að ergja mig á hinu eða þessu?“ Og þó að þú hafir tekið einhverja áhættu sem þú ert kvíðinn fyrir þá breytist viðhorfið til hennar því það virðist vera þannig að ekkert er eins og það sýnist.

Þegar 18. september gengur í garð líður þér betur og betur og betur. Og ef við förum aðeins lengra fram í tímann er það 13. október, því þá geturðu fagnað. Akkúrat núna geturðu gert þér glaðan dag, haft þakkargjörðarhátíð. Þó þetta sé ekki hennar tími þá ræður þú hvað þú vilt gera.

Það eru svo margir að hugsa til þín og sakna þín. Skrifaðu þá niður þá sem þú hefur ekki heyrt í lengi og gerðu eitthvað í því. Allar tengingar sem tengjast ást, vináttu og væntumþykju þarftu að skoða og gera eitthvað í því að safna því fólki nær þér og þegar þú byrjar er eins og þú hafir staðsetningarbúnað á þér. Þú veist algjörlega við hvern þú átt að tala og hvert þú átt að fara og þú eflir gæskuna sem svo sannarlega í þér býr. Þú skalt einblína á að samgleðjast öðrum, þótt þig langi jafnvel ekkert til þess.

Merki þitt táknar og sýnir tvo fiska sem synda saman. En þegar þér finnst alls ekki allt vera á hreinu eða í lagi, er einfaldlega eins og fiskur númer tvö hafi siglt aðra leið án þín. Útkoman úr þessari spá er það sem skiptir öllu máli, svo taktu vel eftir því að þér á eftir að finnast að þú hafir aldrei verið eins ánægður, hamingjusamur eða heppinn.

Það er allt miklu nær þér en þú heldur af því sem þig vantar. Og fólk elskar þig miklu meira en þig grunar, svo núna er tíminn til að halda gott partí og svo annað gott partí eftir það.
Blómið þitt er fjóla og fjólublátt er góður litur fyrir þig enda mjög andlegur litur. Fjólublátt ameþyst er kærleikssteinninn fyrir þennan mánuð og hann losar þig við fíknir og eflir anda þinn svo um munar á sama tíma.

mbl.is