Ljónið: Mundu að peningar geta bara keypt hluti - ekki hamingjuna

Elsku Ljónið mitt,

það er margt sem þú hefur reynt í gegnum lífið og þurft að fara í gegnum. Núna ertu eins og segull og aðdráttaraflið þitt hefur svo falleg áhrif á þá sem þú ert með  í kringum þig. Þú verður svo óhræddur við að tala og orð þín hafa mikið afl og mikinn mátt. Þú lýsir upp umhverfið og þú verður mikið að spá í hvernig þú lítur út og þú átt eftir að klæða þig fallega inn í hvern dag. Þú ert morgunmanneskja í eðli þínu og þú þolir ekki ef þú vaknar seint, því þá finnst þér þú vakna illa.

Lífið á eftir að lífga upp á þig og þú munt finna hver tilgangur þinn er. Þú átt eftir að sjá svo skýrt og greinilega fegurðina sem þú ert að leita að. Ef þú ert í sambandi, þá er góður tími núna til þess að bæta það. Einnig allt það samband við það fólk sem þú vilt hafa með þér. Þú færð einstök tækifæri til þess að tala og útskýra eitthvað sem þér finnst merkilegt. Það munu allir sjá hversu einlægur þú ert. Næstu 60 dagar eru eins og sólarupprás, þú finnur kannski ekki þessa tilfinningu fyrr en í kringum þann 15. desember, en þá sérðu hversu sönn og hrein hún er. Þarna er eins og þú fáir hugljómun og þú sérð að þú sért þú hefur svo sterkan vilja og í þessum sterka vilja felst ró sem er svo mikilvæg fyrir þig.

Mundu að peningar geta bara keypt hluti, en ekki hamingjuna. Hana skapar þú með sálinni þinni fögru og þú þarft ekki að gefa svo stóra hluti, því tími þinn er verðmætastur. Þegar þú lætur ljós þitt virkilega skína, er ekkert myrkur í kringum þig.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is