Tvíburinn: Þú færð mastersgráðu í lífinu

Elsku Tvíburinn minn, það er kannski ekki hægt að segja við þvílíkt sólarmerki sem þú ert að janúar sé þinn uppáhaldstími. Janúar byrjar á því að gefa þér eins og mastersgráðu í lífinu, listum og fegurð og er talan þrír svo sterktengd inn í orkustöðina þína. Hún þýðir líka að þú getir aðlagað þig að öllum tegundum mannfólksins og skapað það jafnvægi sem aðrir krefjast af þér.

Í febrúar ferðu í fjarskalega skemmtilegan baráttuhug, eflir varnir þínar og velferð með því að vera skipulagður og tilbúinn í tjúttið. Í apríl og maí verður svo sterkur Venus í kringum þig og það gefur þér ástina öruggari og eins og þú vilt halda á henni. Þetta skapar einnig blessunarleg ferðalög, hvort sem þau eru stutt eða löng, en þar virðist sólin samt vera í fyrsta sæti og þar sem þú ert loftmerki þýðir það að þú verður að geta haft sveigjanleika til þess að fljúga um veröldina frjáls og fá tækifæri til þess að hitta skemmtilegt og kynnast nýju fólki.

Ef ég skoða sumartímann þinn, þá verður ró og friður yfir byrjun sumars og ekkert er í raun og veru betra en friður. Því hann skapar betri líðan og það er það sem við öll erum í rauninni að leita eftir. Hamagangur, skemmtilegheit og ævintýri verða í návist þinni þegar líða tekur á þetta sumar sem færir þér frelsi gagnvart öllu því sem hefur hrætt þig eða hindrað.

Breytingar eru boðaðar þér seinnihluta ársins, taktu því fagnandi þó að þér finnist þetta ekki vera það sem þú leitaðir að, því þessar breytingar verða þér svo mikið til góðs. Lífið er oft þannig að við viljum ekki breytingar, en þú ert í rauninni búinn að óska eftir þessu og senda út í Alheimsorkuna, þó það hafi jafnvel verið fyrir löngu síðan.

Það eru mörg kraftaverk fólgin í þessu ári og þú munt skynja að þú sért einu því besta ári sem þú hefur farið inn í, því það er persónulegur sigur sem er svo vandlega falinn fyrir þér í augnablikinu.

Þú geislar af hlýju og jákvæðum viðhorfum og þótt að tilfinningarnar fari stundum í þrot hjá þér er það bara eðlilegt því þú reynir að hjálpa svo mörgum sem þú hefur ekki hugmynd um þú gerir. Þú ert smitandi og smitar frá þér gleði, húmor og ást. Þar sem þitt merki einkennist af því að þú ert loftmerki hífir það þig upp að geta verið hreyfanlegur, opinn fyrir nýjum tækifærum og frelsi.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is