Var leðurkápa Melaniu svört eða blá?

Melania Trump í kápu sem virtist vera dökkblá.
Melania Trump í kápu sem virtist vera dökkblá. AFP

Kápan sem Melania Trump klæddist á íþróttaleik í New Orleans í vikunni hefur vakið mikla athygli. Í fyrstu tölu margir kápuna vera dökkbláa. Þegar forsetafrúin og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, stóðu hlið við hlið virtust þau bæði í dökkbláu en forsetinn var í dökkbláum jakkafötum. 

Leðurkápa frú Trump er frá ástralska fatamerkinu Scanlan Theodore. Kápan er til sölu á vefsíðu merkisins þar sem hún er sögð vera til í svörtu og brúnu. Kápan kostar tvö þúsund Bandaríkjadali eða um 245 þúsund krónur. 

Í meiri birtu sést að leðurkápan er svört.
Í meiri birtu sést að leðurkápan er svört. AFP

Það er því varla um annað að ræða en að kápa frú Trump hafi verið svört. Hins vegar er líklegt að áferðin í anda þess sem var vinsælt á tíunda áratug síðustu aldar og birtan hafi gert það að verkum að kápan virtist líta út eins og dökkblá plastregnkápa. 

Forsetafrúin virtist einna helst vera í bláu rétt eins og …
Forsetafrúin virtist einna helst vera í bláu rétt eins og eiginmaður hennar. AFP
mbl.is