Endurnýtti kjól frá því í vor

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru sumarleg með grímur.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru sumarleg með grímur. AFP

Katrín hertogaynja var sumarleg í rauðum kjól þegar þau Vilhjálmur Bretaprins heimsóttu austurhluta Lundúna í vikunni. Glöggir aðdáendur hertogaynjunnar tóku eftir því að hertogaynjan klæddist gömlum kjól. 

Rauði kjóllinn með blómamynstrinu er frá merkinu Beulah London en Katrín sást fyrst í kjólnum í maí. Þá kom hún fram stafrænt og sást kjóllinn því ekki allur. Kjóllinn kostar 550 pund eða um 96 þúsund íslenskar krónur en gera má ráð fyrir að hann seljist hratt upp eins og flestallt sem Katrín klæðist. 

Merkið er í uppáhaldi hjá fleirum en Katrínu en það vakti athygli í sumar þegar Katrín og Camilla tengdamóðir hennar klæddust báðar kjólum frá breska hönnuðinum. Kjólarnir voru svipaðir í sniðinu og kjóllinn sem Katrín klæddist í vikunni en í dekkri litum. 

Katrín og Vilhjálmur heimsóttu mosku í austurhluta Lundúna og miðstöð …
Katrín og Vilhjálmur heimsóttu mosku í austurhluta Lundúna og miðstöð fyrir múslima í Whitechapel. AFP
Katrín og Vilhjálmur.
Katrín og Vilhjálmur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál