Stanici löglegur með Val

Constantin Stanici, rúmenski knattspyrnumaðurinn sem kominn er til Vals, fékk leikheimild með Hlíðarendafélaginu í gær og er því tilbúinn í slaginn í næsta leik á Íslandsmótinu.

Valsmenn, sem eru óvænt í efsta sæti deildarinnar, taka á móti Skagamönnum í fjórðu umferðinni hinn 11. júní.

Stanici er 32 ára miðjumaður sem meðal annars hefur leikið með Sportul Studentese í rúmensku 1. deildinni og með bandaríska atvinnuliðinu Minnesota Thunder. Hann á að baki fjölda landsleikja með öllum landsliðum Rúmeníu, þar af eina fjóra A-landsleiki. Hann kom til landsins á mánudag og æfir af krafti með Val.

"Okkur líst mjög vel á Stanici og erum ekki í vafa um að hann styrkir okkar lið umtalsvert," sagði Hörður Hilmarsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, við Morgunblaðið í gær. Valsmenn fengu einnig til sín rúmenskan sóknarmann, Daniel Gidea, en hann stóð ekki undir væntingum og er farinn frá félaginu.

Útlit er fyrir að þrír aðrir leikmenn verði tilbúnir í leikmannahóp Vals fyrir leikinn gegn ÍA en þeir hafa verið meiddir. Það eru Jakob Jónharðsson, Stefán Þórðarson og Zoran Stosic.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert