Björgvin lánaður til ÍBV

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik úr HK, hefur verið lánaður til ÍBV út næsta keppnistímabil. Eins og áður hefur komið fram ákváðu hann og Ólafur Víðir Ólafsson, leikstjórnandi HK, fyrir nokkru að ganga til liðs við Eyjamenn.

Samningi Ólafs Víðis hjá HK hafði verið sagt upp þannig að hann var laus allra mála en Björgvin Páll er enn samningsbundinn Kópavogsfélaginu. Samkvæmt vef HK hafa handknattleiksdeild félagsins og Björgvin Páll nú náð samkomulagi um að hann verði lánaður til Eyja.