Glæsilegur 4:0 sigur Keflvíkinga

Blikinn Finnur Orri Margeirsson og Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur.
Blikinn Finnur Orri Margeirsson og Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Keflvíkingar fögnuðu glæsilegum 4:0 sigri gegn Breiðabliki þegar liðin áttust við á Kópavogsvellinum í kvöld. Staðan var, 0:0, eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari fóru liðsmenn Keflvíkinga á kostum.

Sigurbergur Elísson, Jóhann B. Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson gerðu mörk Keflvíkinga sem komust með sigrinum upp að hlið Blika. Bæði lið hafa 14 stig og eru um miðja deild.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale (m), Sindri Snær Magnússon,  Sverrir Ingi Ingason, Finnur Orri Margeirsson (f), Rene Gerard Jaap Troost, Jökull Elísabetarson, Elfar Freyr Aðalsteinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Kristinn Jónsson, Petar Rnkovic, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Andri Rafn Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Adam Örn Arnarson, Arnar Már Björgvinsson, Stefán Þór Pálsson, Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Tómas Óli Garðarsson.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson (m), Grétar Atli Grétarsson, Gregor Mohar, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann Ragnar Benediktsson, Einar Orri Einarsson Frans Elvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Sigurbergur Elísson, Jóhann B. Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Bojan Stefán Ljubicic, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús S. Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson, Kristinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Denis Selimovic.

Breiðablik 0:4 Keflavík opna loka
90. mín. Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) á skot í stöng Gott skot hjá Hilmari en boltinn small í stönginni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert