Lennon fór ekki með - Guðmann meiddur

Steven Lennon
Steven Lennon Eva Björk Ægisdóttir

Skoski framherjinn Steven Lennon fór ekki með FH-ingum til Aserbaídsjan þar sem liðið mætir Inter Bakú í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu annað kvöld.

Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson þjálfari FH-inga í samtali við mbl.is í dag. Lennon mun vera að kljást við meiðsli í hæl. 

„Lennon kom ekki með út, hann fór í sprautu á mánudaginn og má byrja að æfa um helgina," sagði Heimir.

Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson verður auk þess ekki með FH-ingum vegna meiðsla í hásin og eins og fram kom á mbl.is í morgun verður Atli Viðar Björnsson fjarri góðu gamni vegna veikinda.

Það verður því vængbrotið lið FH-inga sem mætir Inter Bakú en fyrri leikurinn fór 2:1 í Kaplakrika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert