Sýndum það sem hefur vantað í síðustu leikjum

Þórir Guðjónsson hefur skorað sjö mörk og er nú næstmarkahæsti ...
Þórir Guðjónsson hefur skorað sjö mörk og er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar þrettán umferðum er lokið. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Þetta var mjög langþráður sigur, við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu,“ segir Þórir Guðjónsson, framherjinn stæðilegi hjá Fjölni, en hann er leikmaður þrettándu umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mati Morgublaðsins.

Þórir skoraði tvö marka Fjölnis í 4:0 sigri á Fylki í Árbænum, en fram að leiknum höfðu Þórir og félagar tapað fjórum leikjum í röð.

Þórir segir að það hafi ekki verið komin nein krísa í Grafarvoginn, en þetta var fyrsti sigur Fjölnis frá 15. júní og síðan þá hafði liðið einungis skorað eitt mark en fengið ellefu á sig í þessum fjórum tapleikjum. Hvað small loksins í þessum leik?

Sjá viðtal við Þóri í heild og yfirlit yfir 13. umferðina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.