Eyjamenn yfirgáfu Skagamenn

Skagamenn freista þess að sækja á Norðurálsvelli í dag.
Skagamenn freista þess að sækja á Norðurálsvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Varla var hægt að merkja að Skagamenn væru að berjast fyrir lífi sínu deildinni í dag þegar Eyjamenn komu í heimsókn því þeir lágu frekar aftarlega og ætluðu að hitta á eitt mark en það gekk ekki upp og 1:0 tap fyrir ÍBV niðurstaðan. Leikið var í 16. umferð og 6 leikir eftir.

Gestirnir úr Eyjum voru sókndjarfari í byrjun og vörn heimamanna tók á móti þeim stutt frá vítateignum en lítið bit var í sókn ÍA, oftast var Garðar B. Gunnlaugsson einn þar.  Á 36. mínútu skilaði sókn ÍBV góðu færi þegar Matt Garner gaf fyrir á Brian McLean, sem skallaði laust úr markteig og boltinn lak fram hjá markverði ÍA – mjög slysalegt.  

Leið nú og beið, Skagamenn reyndu að komast framar á völlinn en Eyjamenn voru búnir að ná stöðu þar og gáfu hana ekki eftir. Undir lokin átti vörn ÍBV í basli enda Skagamenn búnir að átta sig á að þeir yrðu að fá stig. Á móti kom að Eyjamenn voru búnir að skipta Gunnar Heiðari Þorvaldssyni inn á í sóknina, sem ætti að halda vörn Skagamanna við efnið.

Með sigrinum eru Eyjamenn komnir upp að hlið Fjölnis með 16 stig en mun lakara markahlutfall auk þess að Fjölnir á leik til góða á mánudaginn. Skagamenn aftur á móti þurfa að hífa rækilega upp sokkana.

ÍA 0:1 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is