Hannes Þór í úrvalsliðinu

Hannes Þór Halldórsson fagnar sigrinum gegn Tyrkjum á föstudaginn.
Hannes Þór Halldórsson fagnar sigrinum gegn Tyrkjum á föstudaginn. AFP

Hannes Þór Halldórsson er í úrvalsliði undankeppni HM í Evrópu hjá portúgalska netmiðlinum goalpoint sem birti liðið á vef sínum í dag.

Hannes Þór fékk aðeins á sig sjö mörk í leikjunum tíu í riðlakeppninni og var einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins sem tryggði sér farseðilinn á HM með 2:0 sigri gegn Kosóvó í fyrrakvöld.

Hannes er í góðum hópi í úrvalsliðinu en þar má nefna leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Eden Hazard og Robert Lewandowski sem varð markakóngurinn í undakeppni HM í Evrópu með 16 mörk.

Hér að neðan má sjá úrvalsliðið hjá goalpoint.

mbl.is