„Gríðarlega léleg frammistaða“

Gylfi reynir að koma í veg fyrir að Steven Zuber …
Gylfi reynir að koma í veg fyrir að Steven Zuber nái skoti á markið á 13. mínútu. Það tókst ekki og skotið hafnaði efst í hægra horninu. AFP

Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson sagði frammistöðu íslenska liðsins hafa verið „gríðarlega lélega“ í St. Gallen í dag þegar liðið mátti þola slæmt 6:0 tap fyrir Sviss í fyrsta leik liðanna í hinni nýju Þjóðadeild UEFA. 

„Þetta er gríðarlega svekkjandi og gríðarlega léleg frammistaða. Erfitt er að leikgreina svona leiki tuttugu mínútum eftir leik en þetta var örugglega ein lélegasta frammistaða okkar í mörg ár. Það var dauft yfir okkur,“ sagði Gylfi og sagði leikskipulag Sviss ekki hafa komið íslensku landsliðsmönnunum á óvart. 

„Nei nei. Við fór ágætlega yfir þeirra leik. Þeir eru snöggir að sækja og góðir í skyndisóknum. Svisslendingar eru með flinka leikmenn frammi en út af varnarleiknum hjá okkur var þetta allt of auðvelt fyrir þá. Þetta var dapurlegt,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson þegar mbl.is ræddi við hann að leiknum loknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert