Björn Daníel verður leikmaður FH

Björn Daníel Sverrisson verður orðinn leikmaður FH á ný á …
Björn Daníel Sverrisson verður orðinn leikmaður FH á ný á næsta ári. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson mun ganga í raðir FH eftir áramót er samningur hans við danska félagið AGF rennur út. Fótbolti.net greinir frá í dag en mbl.is skýrði frá því á föstudag að Björn myndi leika á Íslandi á næsta tímabili, væntanlega með FH eða Val.

Björn Daníel varð Íslandsmeistari í þrígang með FH áður en hann fór til Noregs og samdi við Viking árið 2014. Hann gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum, en hann hefur ekki verið fastamaður í liðinu. 

Miðjumaðurinn gekk í raðir Vejle í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð, en sneri aftur til AGF á þessari leiktíð. AGF er í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki. Björn á 36 leiki að baki í efstu deild Danmerkur og í þeim skoraði hann þrjú mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert