Orða Andra við Tromsö

Andri Rúnar Bjarnason
Andri Rúnar Bjarnason Ljósmynd/@HelsingborgsIF

Andri Rúnar Bjarnason, sem unnið hefur sér inn markakóngstitil tvö ár í röð, er í norska blaðinu Aftenposten sagður í sigti norska úrvalsdeildarfélagsins Tromsö.

Andri, sem er 28 ára gamall, varð markakóngur á Íslandi með Grindavík 2017 og svo markakóngur næstefstu deildar Svíþjóðar í ár þegar hann átti stóran þátt í að koma Helsingborg upp í úrvalsdeild. Andri skoraði 16 mörk í sænsku 1. deildinni og því erfitt að sjá fyrir sér að Helsingborg sleppi honum frá sér, en félagið glímir hins vegar við fjárhagserfiðleika. Samningur Andra við félagið gildir í eitt ár til viðbótar.

Tromsö hafnaði í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í ár en vinnur að því að styrkja sinn leikmannahóp og hefur fengið finnska landsliðbakvörðinn Juha Pirinen frá HJK Helsinki.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »