Orða Andra við Tromsö

Andri Rúnar Bjarnason
Andri Rúnar Bjarnason Ljósmynd/@HelsingborgsIF

Andri Rúnar Bjarnason, sem unnið hefur sér inn markakóngstitil tvö ár í röð, er í norska blaðinu Aftenposten sagður í sigti norska úrvalsdeildarfélagsins Tromsö.

Andri, sem er 28 ára gamall, varð markakóngur á Íslandi með Grindavík 2017 og svo markakóngur næstefstu deildar Svíþjóðar í ár þegar hann átti stóran þátt í að koma Helsingborg upp í úrvalsdeild. Andri skoraði 16 mörk í sænsku 1. deildinni og því erfitt að sjá fyrir sér að Helsingborg sleppi honum frá sér, en félagið glímir hins vegar við fjárhagserfiðleika. Samningur Andra við félagið gildir í eitt ár til viðbótar.

Tromsö hafnaði í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í ár en vinnur að því að styrkja sinn leikmannahóp og hefur fengið finnska landsliðbakvörðinn Juha Pirinen frá HJK Helsinki.