Endað á úrslitaleikjum við Svía?

Íslenska landsliðið byrjar undankeppnina á tveimur leikjum á Laugardalsvelli.
Íslenska landsliðið byrjar undankeppnina á tveimur leikjum á Laugardalsvelli. mbl.is/Eggert

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun hefja undankeppni EM 2021 á tveimur leikjum á Laugardalsvelli um mánaðamótin ágúst/september.

Dregið var í riðla í gær og nú liggur fyrir leikjadagskrá íslenska liðsins. Ísland byrjar á því að mæta Ungverjalandi 29. ágúst og Slóvakíu fjórum dögum síðar, og fara báðir leikir fram á Laugardalsvelli.

Athygli vekur að leikir Íslands við Svíþjóð eru tveir síðustu leikir liðsins í riðlinum. Gangi allt að óskum gætu það orðið hálfgerðir úrslitaleikir um efsta sæti riðilsins.

Leikdagar Íslands:

Ísland - Ungverjaland 29/08/19

Ísland - Slóvakía 02/09/19

Lettland - Ísland 08/10/19

Ungverjaland - Ísland 10/04/20

Slóvakía - Ísland 14/04/20

Ísland - Lettland 04/06/20

Ísland - Svíþjóð 09/06/20

Svíþjóð - Ísland 22/09/20

mbl.is