Menn hungrar í sigur

Hörður Björgvin Magnússon, Freyr Alexandersson og Hannes Þór Halldórsson
Hörður Björgvin Magnússon, Freyr Alexandersson og Hannes Þór Halldórsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það má setja upp hvaða fyrirsögn sem er. Þetta snýst um að ná góðri frammistöðu og ég trúi því að með góðri frammistöðu fáum við sigurinn,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, spurður hvort um hreina katastrófu yrði að ræða ef Íslandi tækist ekki að vinna Andorra annað kvöld.

Íslenska landsliðið heldur í dag frá spænska bænum Peralada til Andorra la Vella, höfuðborgar smáríkisins Andorra, og mætir þar heimamönnum á morgun kl. 19.45 í fyrstu umferð undankeppni EM 2020.

„Við kynntum Andorra örlítið fyrir mönnum í upphafi ferðarinnar, ásamt öðrum andstæðingum í riðlinum, en förum út í smáatriðin í [gær]kvöld. Undirbúningurinn hér hingað til hefur snúist um okkur, að skerpa á grunnþáttunum í okkar leik í vörn og sókn,“ segir Freyr, sem er ekki upptekinn af þeirri staðreynd að íslenska liðið hafi tapað öllum fjórum leikjum sínum í Þjóðadeildinni síðasta haust og hafi ekki unnið sigur í rúmt ár:

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég bara búinn að ýta þessu í burtu. Ég veit alveg af því en núna er komin ný keppni og menn eru bara hungraðir í að vinna leiki og við þurfum að ná vindi í seglin í þessari stuttu keppni sem fram undan er. Menn hungrar í að spila fyrir Ísland og ná í sigur,“ segir Freyr.

Nánar er fjallað um íslenska landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert