Gary Martin má fara frá Val

Gary Martin í leiknum gegn ÍA á laugardag.
Gary Martin í leiknum gegn ÍA á laugardag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Englendingurinn Gary Martin má yfirgefa Val ef eftirspurn er eftir leikmanninum. Er þetta haft eftir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, á netmiðlinum 433.is. 

Gary Martin kom til Vals í vetur og er á þriggja ára samningi. 

„Ég er búinn að tilkynna honum (Martin) að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ er haft eftir Ólafi á 433.is í dag.

Emil Lyng meiddist í leiknum gegn ÍA á laugardaginn og fyrir eru þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson á sjúkralistanum. Ólafur tjáði 433 að Valsmenn horfi í kringum sig en séu ekki í viðræðum við neinn leikmann sem stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert