Þór/KA slapp með 3 stig norður

Stephany Mayor skoraði tvö.
Stephany Mayor skoraði tvö. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Keflavíkurkonur létu Þór/KA hafa mikið fyrir 2:1 sigri og þegar liðin mættust suður með sjó í fyrsta leik 5. umferðar efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.  Eitthvað hefði Keflavík átt meira skilið en svona er fótboltinn.

Keflavíkurkonur stóðu vaktina með prýði og sóttu síðan hratt fram enda áttu þær fyrstu skotin á markið.  Engu að síður skoruðu gestirnir að norðan fyrsta markið úr vítaspyrnu, með örugguri spyrnu Stephany Mayor á 10. mínútu.   Markið sló Keflvíkurkonur aðeins útaf laginu en rifu upp sokkana, hófu að sækja harðar og fyrirliðinn Jatasha Anasi jafnaði 38. mínútu af stuttu færi eftir þunga sókn. 

Keflavík sótti ákaft í byrjun síðari hálfleiks en gestirnir stóðu það af sér, sneru síðan vörn í sókn og úr einni slíkri skoraði Stephany Mayor á 56. mínútu eftir góða undirbúning Þórdísar Hrönn Sigfúsdóttur.  Eftir sem áður sótti Keflavík og oft var mikil hætta í vítateig gestanna en það vantaði bara vandað skot til að jafna.

Keflavík er því eftir sem áður í neðsta sæti deildarinnar án stig eftir 5 leiki og  Þór/KA er líka áfram í 4. sætinu með níu stig – jöfn Stjörnunni að stigum en með lakara markahlutfall.

Keflavík 1:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) á skot sem er varið Stuttu færi en of laust.
mbl.is