Endurheimta Blikarnir toppsætið?

Höskuldur Gunnlaugsson og liðsfélagar hans í Breiðabliki geta endurheimt toppsætið …
Höskuldur Gunnlaugsson og liðsfélagar hans í Breiðabliki geta endurheimt toppsætið í Pepsi Max-deild karla í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Liðin sem taka þátt í Evrópukeppninni í sumar, Valur, Stjarnan, KR og Breiðablik, verða í eldlínunni í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu í vikunni. Í kvöld eigast við Stjarnan og Breiðablik á Samsung vellinum í Garðabæ og annað kvöld eigast við KR og Valur á Meistaravöllum í Frostaskjóli. Þetta eru fyrstu leikirnir í 9. umferð deildarinnar en umferðinni lýkur ekki fyrr en um miðjan júlímánuð.

Blikarnir, sem töpuðu fyrir Fylki um síðustu helgi, geta endurheimt toppsætið í deildinni í kvöld en til þess þurfa þeir stig. KR er í toppsæti deildarinnar, er stigi á undan Breiðabliki. Takist Stjörnumönnum að landa sigri á heimavelli í kvöld fara þeir upp í fjórða sæti deildarinnar en þeir gerðu 2:2 jafntefli á útivelli gegn FH um síðustu helgi.

Stjarnan vann báða leikina á móti Breiðabliki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Liðin hafa mæst 28 sinnum í efstu deild og hafa Blikarnir unnið 13 þeirra, Stjarnan 9 en sex sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert