Fékk afmælisgjöf frá uppeldisfélaginu

Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli …
Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli þann 11. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, á afmæli í dag en hann fékk veglega afmælisgjöf frá uppeldisfélagi sínu Fylki í dag.

Ragnar er staddur hér á landi en landsliðsmaðurinn hélt upp á 33 ára afmæli sitt á laugardaginn síðasta og hleður nú batterýin fyrir næstkomandi tímabil í rússnesku úrvalsdeildinni.

Ragnar var á sínum stað í hjarta varnarinnar í landsleikjum Íslands gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM á dögunum en hann skoraði bæði mörk Íslands í 2:1-sigri liðsins gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli þann 11. júní síðastliðinn. 

Ragnar er uppalinn í Árbænum hjá Fylki og á að baki 46 leiki fyrir félagið í efstu deild og bikar þar sem hann hefur skorað 2 mörk. Hann hélt út í atvinnumennsku árið 2006 og hefur spilað erlendis síðan en hann á að baki 88 landsleiki þar sem hann hefur skorað 5 mörk.

mbl.is