Frammistaðan mikil vonbrigði

Damir Muminovic, lengst til vinstri.
Damir Muminovic, lengst til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við urðum undir í baráttunni hér í kvöld og sigur KR-inganna var sanngjarn því miður,“ sagði Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, við mbl.is eftir tapið gegn KR í toppslag Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Það er vont að lenta undir snemma leiks og við höfum verið að gera það stundum í sumar sem er svolítið skrýtið. Við náðum aldrei takti í okkar leik. Það kom ágætur kafli í seinni hálfleik en markið sem Óskar Örn skoraði drap alla von. Þessi frammistaða okkar hér í kvöld voru mikil vonbrigði.

Það gekk nánast ekkert upp sem við ætluðum okkur. Ég held að við höfum ekki átt skot á markið í fyrri hálfleik og við töpuðum einfaldlega fyrir betra liði. Við erum komnir fjórum stigum á eftir KR en við vitum að það er mikið eftir og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð. Næst er það erfiður grannaslagur á móti HK sem við ætlum okkur að vinna,“ sagði Damir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert