Aron genginn í raðir Újpest

Aron Bjarnason er genginn til liðs við Újpest.
Aron Bjarnason er genginn til liðs við Újpest.

Aron Bjarnason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, hefur gengið til liðs við ungverska liðið Újpest. Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins rétt í þessu. Aron mun spila í treyju númer 8 hjá félaginu. 

Þrátt fyrir að félagsskiptin séu nú frágengin mun Aron spila þrjá leiki til viðbótar með Breiðabliki. Hann heldur í framhaldinu utan, 22. júlí nk., en keppnistímabilið í Ungverjalandi hefst 2. ágúst.

Újpest hafnaði í fimmta sæti af 12 liðum í efstu deild Ung­verja­lands á síðasta tíma­bili, en um er að ræða forn­frægt fé­lag sem stofnað var árið 1885. Frá ár­inu 1905 hef­ur liðið aðeins leikið utan efstu deild­ar í eitt tíma­bil og leikið meðal þeirra bestu 102 ár í röð.

Aron er 23 ára gam­all fjöl­hæf­ur miðju- og sókn­ar­maður og er að spila sitt þriðja tíma­bil með Blik­um. Hann hef­ur skorað 12 mörk í 50 leikj­um með liðinu í efstu deild, þar af fjög­ur í sum­ar, en hann kom þangað frá ÍBV þar sem hann spilaði í tvö ár. Þá lék Aron áður með Fram og upp­eld­is­fé­lagi sínu Þrótti R. Hann á að baki 113 leiki í efstu deild þar sem hann hef­ur skorað 24 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert